Kristján Þór Einarsson og Perla Sól Sigurbrandsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Íslandsmótinu í golfi 2022 lauk í Vestmanneyjum í dag 7. ágúst en mótið hófst fimmtudaginn 4. ágúst. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR og Kristján Þór Einarsson, GM eru Íslandsmeistarar í golfi 2022. Þetta er í fyrsta sinn sem hin 15 ára Perla Sól fagnar þessum titli og í annað sinn sem Kristján Þór sigrar á Íslandsmótinu – en hann sigraði árið 2008 þegar mótið fór einnig fram í Vestmannaeyjum.

Lokahóf mótsins fór fram í kvöld í golfskálanum í Vestmannaeyjum. Þar flutti Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ, ræðu og afhenti verðlaun ásamt Herði Geirssyni, varaforseta GSÍ.

Hér fyrir neðan eru myndir frá verðlaunaafhendingunni:

Kristján Þór fékk einnig Björgvinsskálina- sem er veitt þeim áhugakylfingi sem leikur á lægsta skorinu í Íslandsmótinu ár hvert. Þetta er í annað sinn sem þessi viðurkenning er veitt. Þetta er í þriðja sinn sem kylfingur úr GM verður Íslandsmeistari, en Heiðar Davíð Bragason, braut ísinn árið 2006.

Perla Sól er fædd árið 2006 og er hún næst yngsti kylfingurinn sem fagnar Íslandsmeistaratitli í kvennaflokki. Perla Sól verður 16 ára í september en Ragnhildur Sigurðardóttir var nýorðinn 15 ára þegar hún varð Íslandsmeistari á Jaðarsvelli á Akureyri árið 1985. Þetta er í 23. sinn sem GR-ingur fagnar Íslandsmeistaratitli í kvennaflokki.

Mótsstjórn tók þá ákvörðun síðdegis að fella niður lokaumferðina þar sem að Vestmannaeyjavöllur var óleikfær vegna úrkomu. Gert var hlé á keppni í dag vegna veðurs en gríðarleg úrkoma setti keppnishaldið úr skorðum og tekin var sú ákvörðun að fella niður lokaumferðina.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Smelltu hér fyrir myndasafn frá mótinu:

Lokastaðan í kvennaflokki:

1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 209 högg (70-70-69) (-1)
2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 210 högg (74-69-67) (par)
3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 219 högg (76-71-72)(+9)
4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 221 högg (73-75-73) (+11)
5.-6. Saga Traustadóttir, GKG 222 högg (78-76-68) (+12)
5.-6. Berglind Björnsdóttir, GR 146 högg (75-71-76) (+12)

Perla Sól er fædd árið 2006 og er hún næst yngsti kylfingurinn sem fagnar Íslandsmeistaratitli í kvennaflokki Perla Sól verður 16 ára í september en Ragnhildur Sigurðardóttir var nýorðinn 15 ára þegar hún varð Íslandsmeistari á Jaðarsvelli á Akureyri árið 1985 Myndsethgolfis

Lokastaðan í karlaflokki:

1. Kristján Þór Einarsson, GM 204 högg (70-70-64) (-6)
2.-3. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 206 högg (75-69-62) (-4)
2.-3. Kristófer Orri Þórðarson, GKG, 206 högg (66-71-69) (-4)
4.-6. Kristófer Karl Karlsson, GM 207 högg (72-69-66) (-3)
4.-6. Böðvar Bragi Pálsson, GR 207 högg (68-69-70) (-3)
4.-6. Birgir Guðjónsson, GE 207 högg (71-64-72) (-3)

<strong>Kristján Þór fékk einnig Björgvinsskálin sem er veitt þeim áhugakylfingi sem leikur á lægsta skorinu í Íslandsmótinu ár hvert Þetta er í annað sinn sem þessi viðurkenning er veitt Myndsethgolfis<strong>

Íslandsmeistarar í karlaflokki frá upphafi:

ÁrNafnKlúbburTitlar allsKlúbbur alls
1942Gísli ÓlafssonGR11
1943Gísli ÓlafssonGR22
1944Gísli ÓlafssonGR33
1945Þorvaldur ÁsgeirssonGR14
1946Sigtryggur JúlíussonGA11
1947Ewald BerndsenGR15
1948Jóhannes G. HelgasonGR16
1949Jón EgilssonGA12
1950Þorvaldur ÁsgeirssonGR27
1951Þorvaldur ÁsgeirssonGR38
1952Birgir SigurðssonGA13
1953Ewald BerndsenGR29
1954Ólafur Á. ÓlafssonGR110
1955Hermann IngimarssonGA14
1956Ólafur Á. ÓlafssonGR211
1957Sveinn ÁrsælssonGV11
1958Magnús GuðmundssonGA15
1959Sveinn ÁrsælssonGV22
1960Jóhann EyjólfssonGR112
1961Gunnar SólnesGA16
1962Óttar YngvasonGR113
1963Magnús GuðmundssonGA27
1964Magnús GuðmundssonGA38
1965Magnús GuðmundssonGA49
1966Magnús GuðmundssonGA510
1967Gunnar SólnesGA211
1968Þorbjörn KjærboGS11
1969Þorbjörn KjærboGS22
1970Þorbjörn KjærboGS33
1971Björgvin ÞorsteinssonGA112
1972Loftur ÓlafssonNK11
1973Björgvin ÞorsteinssonGA213
1974Björgvin ÞorsteinssonGA314
1975Björgvin ÞorsteinssonGA415
1976Björgvin ÞorsteinssonGA516
1977Björgvin ÞorsteinssonGA617
1978Hannes EyvindssonGR114
1979Hannes EyvindssonGR215
1980Hannes EyvindssonGR316
1981Ragnar ÓlafssonGR117
1982Sigurður PéturssonGR118
1983Gylfi KristinssonGS14
1984Sigurður PéturssonGR219
1985Sigurður PéturssonGR320
1986Úlfar JónssonGK11
1987Úlfar JónssonGK22
1988Sigurður SigurðssonGS15
1989Úlfar JónssonGK33
1990Úlfar JónssonGK44
1991Úlfar JónssonGK55
1992Úlfar JónssonGK66
1993Þorsteinn HallgrímssonGV13
1994Sigurpáll Geir SveinssonGA118
1995Björgvin SigurbergssonGK17
1996Birgir Leifur HafþórssonGL11
1997Þórður Emil ÓlafssonGL12
1998Sigurpáll Geir SveinssonGA219
1999Björgvin SigurbergssonGK28
2000Björgvin SigurbergssonGK29
2001Örn Ævar HjartarsonGS16
2002Sigurpáll Geir SveinssonGA320
2003Birgir Leifur HafþórssonGKG21
2004Birgir Leifur HafþórssonGKG32
2005Heiðar Davíð BragasonGKj.11
2006Sigmundur Einar MássonGKG13
2007Björgvin SigurbergssonGK410
2008Kristján Þór EinarssonGKj.12
2009Ólafur Björn LoftssonNK12
2010Birgir Leifur HafþórssonGKG44
2011Axel BóassonGK111
2012Haraldur Franklín MagnúsGR121
2013Birgir Leifur HafþórssonGKG55
2014Birgir Leifur HafþórssonGKG66
2015Þórður Rafn GissurarsonGR122
2016Birgir Leifur HafþórssonGKG77
2017Axel BóassonGK212
2018Axel BóassonGK313
2019Guðmundur Agúst KristjánssonGR123
2020Bjarki PéturssonGKG18
2021Aron Snær JúlíussonGKG19
2022Kristján Þór EinarssonGM23
Fjöldi titla hjá klúbbum
GR23
GA20
GK13
GKG9
GS6
GV3
GKj./GM3
GL2
NK2

Íslandsmeistarar í kvennaflokki frá upphafi:

ÁrNafnKlúbburTitlarTitlar klúbbur
1967Guðfinna SigurþórsdóttirGS11
1968Guðfinna SigurþórsdóttirGS22
1969Elísabet MöllerGR11
1970Jakobína GuðlaugsdóttirGV11
1971Guðfinna SigurþórsdóttirGS33
1972Jakobína GuðlaugsdóttirGV22
1973Jakobína GuðlaugsdóttirGV33
1974Jakobína GuðlaugsdóttirGV44
1975Kristín PálsdóttirGK11
1976Kristín PálsdóttirGK22
1977Jóhanna IngólfsdóttirGR12
1978Jóhanna IngólfsdóttirGR23
1979Jóhanna IngólfsdóttirGR34
1980Sólveig ÞorsteinsdóttirGR15
1981Sólveig ÞorsteinsdóttirGR26
1982Sólveig ÞorsteinsdóttirGR37
1983Ásgerður SverrisdóttirGR18
1984Ásgerður SverrisdóttirGR29
1985Ragnhildur SigurðardóttirGR110
1986Steinunn SæmundsdóttirGR111
1987Þórdís GeirsdóttirGK13
1988Steinunn SæmundsdóttirGR212
1989Karen SævarsdóttirGS14
1990Karen SævarsdóttirGS25
1991Karen SævarsdóttirGS36
1992Karen SævarsdóttirGS47
1993Karen SævarsdóttirGS58
1994Karen SævarsdóttirGS69
1995Karen SævarsdóttirGS710
1996Karen SævarsdóttirGS811
1997Ólöf María JónsdóttirGK14
1998Ragnhildur SigurðardóttirGR213
1999Ólöf María JónsdóttirGK25
2000Kristín Elsa ErlendsdóttirGK16
2001Herborg ArnarsdóttirGR114
2002Ólöf María JónsdóttirGK37
2003Ragnhildur SigurðardóttirGR315
2004Ólöf María JónsdóttirGK48
2005Ragnhildur SigurðardóttirGR416
2006Helena ÁrnadóttirGR117
2007Nína Björk GeirsdóttirGKj.11
2008Helena ÁrnadóttirGR217
2009Valdís Þóra JónsdóttirGL11
2010Tinna JóhannsdóttirGK19
2011Ólafía Þórunn KristinsdóttirGR119
2012Valdís Þóra JónsdóttirGL22
2013Sunna VíðisdóttirGR120
2014Ólafía Þórunn KristinsdóttirGR221
2015Signý Arnórsdóttir,GK110
2016Ólafía Þórunn KristinsdóttirGR322
2017Valdís Þóra JónsdóttirGL33
2018Guðrún Brá BjörgvinsdóttirGK111
2019Guðrún Brá BjörgvinsdóttirGK212
2020Guðrún Brá BjörgvinsdóttirGK313
2021Hulda Clara GestsdóttirGKG11
2022Perla Sól SigurbrandsdóttirGR123
Fjöldi titla hjá klúbbum:
GR23
GK13
GS11
GV4
GL3
GKj./GM1
GKG1

3. keppnisdagur:

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, er efst þriðja keppnisdaginn í röð í kvennaflokknum en hún lék á höggi undir pari vallar í dag, 69 högg. Samtals er Perla á höggi undir pari og þar á eftir kemur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, sem lék sinn besta hring fram til þessa í mótinu, 67 högg eða -3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er þriðja á +9. Hulda Clara Gestsdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari úr GKG, jafnaði vallarmetið af bláum teigum, 65 högg. Anna Sólveig Snorradóttir, GK, lék á sama skori árið 2018 á Íslandsmótinu í golfi í Eyjum.

1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 209 högg (70-70-69) (-1)
2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 210 högg (74-69-67) (par)
3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 219 högg (76-71-72)(+9)
4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 221 högg (73-75-73) (+11)
5.-6. Saga Traustadóttir, GKG 222 högg (78-76-68) (+12)
5.-6. Berglind Björnsdóttir, GR 146 högg (75-71-76) (+12)

Kristján Þór Einarsson, GM, er efstur eftir þriðja keppnisdaginn á 6 höggum undir pari vallar. Kristján Þór, sem fagnaði Íslandsmeistaratitlinum á Vestmannaeyjavelli árið 2008, er með tveggja högga forskot á Sigurð Bjark Blumenstein, GR, og Kristófer Orra Þórðarson, GKG.

Sigurður Bjarki jafnaði vallarmetið í dag þegar hann lék á 62 höggum eða 8 höggum undir pari vallar og fór hann upp um 24 sæti í dag. Haraldur Franklín Magnús, GR, deilir vallarmetinu með Sigurði.

1. Kristján Þór Einarsson, GM 204 högg (70-70-64) (-6)
2. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 206 högg (75-69-62) (-4)
3. Kristófer Orri Þórðarson, GKG, 206 högg (66-71-69) (-4)
4.-6. Kristófer Karl Karlsson, GM 207 högg (72-69-66) (-3)
4.-6. Böðvar Bragi Pálsson, GR 207 högg (68-69-70) (-3)
4.-6. Birgir Guðjónsson, GE 207 högg (71-64-72) (-3)


2. keppnisdagur:

Það voru miklar sviptingar í karlaflokknum á 2. keppnisdegi á Íslandsmótinu í golfi 2022 í Vestmannaeyjum. Birgir Guðjónsson, GE, var með flugeldasýningu þegar hann lék Vestmannaeyjavöll á 64 höggum eða 6 höggum undir pari. Birgir keppir fyrir yngsta golfklúbb landsins, Esju, sem stofnaður var árið 2019. Alls fékk Birgir 8 fugla og 1 örn á hringnum og hann fékk aðeins 6 pör á 18 holum. Magnaður hringur en sem dugði ekki til að ógna vallarmetinu sem Haraldur Franklín Magnús, GR, setti árið 2018 – 62 högg eða -8.

Heimaðurinn Daníel Ingi Sigurjónsson, GV, lék einnig frábært golf í dag, 66 högg, og deilir hann öðru sætinu með þeim Böðvari Braga Pálssyni, GR, og Kristófer Orra Þórðarsyni, GKG.

Alls eru 8 kylfingar undir pari vallar þegar keppni er hálfnuð.

<strong>Birgir Guðjónsson GE við 4 flötina í dag á Vestmannaeyjavelli Myndsethgolfis<strong>

Staðan í karlaflokki eftir 2. keppnisdag:

1. Birgir Guðjónsson, GE 135 högg (71-64) (-5)
2.-4. Daníel Ingi Sigurjónsson, GV 137 högg (71-66) (-3)
2.-4. Böðvar Bragi Pálsson, GR 137 högg (68-69) (-3)
2.-4. Kristófer Orri Þórðarson, GKG 137 högg (66-71) (-3)
5. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 138 högg (71-67) (-2)
6.-8. Sverrir Haraldsson, GM 139 högg (72-67) (-1)
6.-8. Björn Óskar Guðjónsson, GM 139 högg (68-71) (-1)
6.-8. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 139 högg (71-68) (-1)

<strong>Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR á 16 teig í dag á Vestmannaeyjavelli Myndsethgolfis <strong>

Hin 15 ára gamla Perla Sól Sigurbrandsdóttir er efst þegar keppni er hálfnuð í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi 2022. Perla Sól hefur leikið báða hringina á pari Vestmannaeyjavallar og er hún með þriggja högga forskot. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og þrefaldur Íslandsmeistari er önnur á +3 samtals og Berglind Björnsdóttir, einnig úr GR, er á +6. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem er einnig þrefaldur Íslandsmeistari er í fjórða sæti á +7 samtals.

Staðan í kvennaflokki eftir 2. keppnisdag:

1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 140 högg (70-70) (par)
2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 143 högg (74-69) (+3)
3. Berglind Björnsdóttir, GR 146 högg (75-71) (+6)
4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 147 högg (76-71)(+7)
5. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 148 högg (73-75) (+8)
6. Heiða Guðnadóttir, GM 149 högg (76-73) (+9)
7.. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS 152 högg (76-76) (+12)
8.-10. Ástrós Arnarsdóttir, GKG 154 högg (77-77) (+12)
8.-10. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 154 högg (76-78) (+12)
8.-10. Saga Traustadóttir, GKG 154 högg (78-76) (+12)

1. keppnisdagur:

Kristófer Orri Þórðarson, GKG, er efstur eftir fyrsta keppnisdaginn af alls fjórum í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi 2022 í Vestmannaeyjum. Þegar þetta er skrifað eiga nokkrir kylfinga eftir að ljúka leik í dag á fyrsta keppnisdegi.

Kristófer Orri lék á 66 höggum eða 4 höggum undir pari og er hann með tveggja högga forskot á fjóra kylfinga. Þar á meðal er Aron Snær Júlíusson, GKG, sem er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi. Alls léku 13 kylfinga á pari vallar eða betur í dag.

<strong>Kristófer Karl Þórðarson GKG á 16 teig í dag á Vestmannaeyjavelli Myndsethgolfis <strong>


Staða efstu kylfinga í karlaflokki:

1 Kristófer Orri Þórðarson, GKG 66 (-4)
2.-5. Bjarni Þór Sigurðsson, GK 68 högg (-2)
2.-5. Björn Óskar Guðjónsson, GM 68 högg (-2)
2.-5. Böðvar Bragi Pálsson, GR 68 högg (-2)
2.-5. Aron Snær Júlíusson, GKG 68 högg (-2)
6.-8. Svanberg Addi Stefánsson, GK 69 högg (-1)
6.-8. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG 69 högg (-1)
6.-8. Jóhannes Guðmundsson, GR 69 högg (-1)
9.-14. Sigurbjörn Þorgeirsson, GFB 70 högg (par)
9.-14. Ragnar Már Garðarsson, GKG 70 högg (par)
9.-14. Kristján Þór Einarsson, GM 70 högg (par)
9.-14. Logi Sigurðsson, GS 70 högg (par)
9.-14. Arnór Ingi Finnbjörnsson, 70 69 högg (par)

<strong>Perla Sól Sigurbrandsdóttir á 14 teig í dag á Vestmannaeyjavelli Myndsethgolfis <strong>

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, er efst eftir fyrsta keppnisdaginn en hin 15 ára gamli Evrópumeistari lék Vestmannaeyjavöll á pari við krefjandi aðstæður. GR-ingar eru í fjórum efstu sætunum og er ljóst að spennandi keppni er framundan í kvennaflokknum á Íslandsmótinu í golfi 2022. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er önnur á +3 og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er á +4. Ólafía Þórunn er þrefaldur Íslandsmeistari líkt og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem lék á 76 höggum í dag.

Staða efstu kylfinga í kvennaflokki:

1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 70 högg (par)
2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 73 högg (+3)
3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 74 högg (+4)
4. Berglind Björnsdóttir, GR 75 högg (+5)
5.-8. Heiða Guðnadóttir, GM 76 (+6)
5.-8. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 76 (+6)
5.-8. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 76 (+6)
9.-10. Ástrós Arnarsdóttir, GKG 77 högg (+7)
9.-10. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 77 högg (+7)
11. Saga Traustadóttir, GKG 78 högg (+8)

Hér er kynningarblað um Íslandsmótið 2022 og ýmislegt annað úr innra starfi Golfsambands Íslands. Blaðinu var dreift í aldreifingu á Höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ