Deildu:

Skráning í rástíma.

Kylfingar eru hvattir til að kynna sér og virða þær reglur sem golfklúbbar hafa sett varðandi rástímaskráningar og staðfestingu á mætingu í rástíma.

Því fylgir ábyrgð að taka frá og skrá sig á rástíma. Kylfingar þurfa að standa við skuldbindingar sínar gagnvart viðkomandi golfklúbbi, meðspilurum og öðrum kylfingum. Staðfestu mætingu tímanlega og kynntu þér frest til afskráningar ef eitthvað óvænt kemur upp á.

Ef kylfingur skeytir ítrekað engu um þessar reglur þá áskilja golfklúbbar sér rétt til að bregðast við. Slíkt getur t.d. falist í takmörkuðum aðgangi að velli í ákveðinn tíma. Í flestum tilfellum er send viðvörun en ef brotið er ítrekað eða alvarlegt læsist aðgangur að velli án viðvörunar. Slíkt er talið réttlætanlegt í því skyni að gæta hagsmuna annarra kylfinga sem vilja veg íþróttarinnar sem mestan. Hafa verður samband við golfklúbbinn ef aðgangur að rástímum læsist.

Ef þú verður þess áskynja að reglur séu brotnar við skráningar í rástíma láttu golfklúbbinn vita.

Þú skráir þig á rástíma á vefsíðu GolfBox, eða með Golfbox appinu. Þú finnur frekari leiðbeiningar hér.

Afskráning rástíma!

Kylfingar eru vinsamlega beðnir að bera virðingu fyrir öðrum og taka ekki frá rástíma sem verður ekki nýttur. Golfklúbbar setja reglur varðandi afskráningu rástíma og eru kylfingar hvattir til að kynna sér þessar reglur tímanlega.

Hefur þú skráð þig á rástíma en sérð ekki fram á að nýta hann?

Þú ættir að afskrá þig úr rástíma með að lágmarki 60 mín. fyrirvara svo aðrir geti nýtt sér rástímann.

Þú getur afskráð þig með einföldum hætti í Golfbox appinu undir “Rástímarnir mínir” eða á vef GolfBox. Þú finnur frekari leiðbeiningar hér.

Staðfesting á mætingu!

Staðfesting á mætingu í rástíma er mikilvæg. Ef kylfingur staðfestir ekki mætingu á rástíma þá mun viðkomandi rástími losna og standa öðrum kylfingum til boða.

Golfklúbbar setja reglur varðandi staðfestingu á mætingu í rástíma og eru kylfingar hvattir til að kynna sér þessar reglur tímanlega.

Þú ættir að staðfesta mætingu með að lágmarki 10 mín. fyrirvara í appinu eða hjá starfsmanni golfklúbbs. Þú finnur frekari leiðbeiningar hér.

Þessar leiðbeiningar eru settar fram til að tryggja sem örugga upplifun fyrir alla kylfinga og búa þannig um völlinn að við komum fram af virðingu. Þessar leiðbeiningar breytast líka með tímanum þannig að gott er að kíkja yfir þær öðru hvoru.

Deildu:

Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ