Deildu:

landsliðshópur.jpeg

Landsliðsverkefni

Stærstu landsliðsverkefnin eru Evrópumótin sem fara fram árlega og Heimsmeistaramót kvenna – og karla sem leikin eru annaðhvert ár. 

Valviðmið landsliðshóps

Afreksstjóri velur kylfinga í landsliðshóp með því að nota eftirfarandi viðmiðanir (í engri sérstakri röð)

 • Staða á heimslista
 • Forgjöf
 • Frammistaða í mótum innanlands og erlendis
 • Meðaltal högga á keppnistímabili
 • Persónulegur metnaður og ástundun
 • Hæfni og framfarir
 • Endurgjöf frá þjálfurum afrekskylfinga
 • Eftirsóknarverð persónueinkenni, svo sem vilja og skyldurækni, þrauseigju, sjálfstjórn, líkamlega hreysti, gott viðmót og stuðning við liðsfélaga

Þessi listi er leiðbeinandi og ekki tæmandi

Landsliðshópur er valinn á hverju hausti.
Uppfært 24. apríl 2023.

Andrea BergsdóttirHills GC2000
Andrea Ýr ÁsmundsdóttirGA2002
Arnar Daði SvavarssonGKG2009
Aron Emil GunnarssonGOS2001
Auður Bergrún SnorradóttirGM2007
Berglind Erla BaldursdóttirGM2005
Bjarni Þór LúðvíkssonNK2004
Böðvar Bragi PálssonGR2003
Dagbjartur SigurbrandssonGR2002
Daníel Ísak SteinarssonGK2000
Elías Ágúst AndrasonGR2006
Eva KristinsdóttirGM2007
Fjóla Margrét ViðarsdóttirGS2007
Guðjón Frans HalldórssonGKG2007
Gunnar Þór HeimissonGKG2008
Gunnlaugur Árni SveinssonGKG2005
Heiðrún Anna HlynsdóttirGOS2000
Helga Signý PálsdóttirGR2006
Hjalti JóhannssonGK2007
Hlynur BergssonGKG1998
Hulda Clara GestsdóttirGKG2002
Jóhanna Lea LúðvíksdóttirGR2002
Jóhannes GuðmundssonGR1998
Karen Lind StefánsdóttirGKG2006
Katrín Sól DavíðsdóttirGM2004
Kristján Þór EinarssonGM1988
Kristófer Karl KarlssonGM2001
Kristófer Orri ÞórðarssonGKG1997
Lárus Ingi AntonssonGA2002
Loa D. JohannssonGB2006
María Eir GuðjónsdóttirGM2004
Markús MarelssonGK2007
Nína Margrét ValtýsdóttirGR2004
Pamela Ósk HjaltadóttirGM2008
Perla Sól SigurbrandsdóttirGR2006
Saga TraustadóttirGKG1998
Sara KristinsdóttirGM2005
Sigurður Bjarki BlumensteinGR2001
Skúli Gunnar ÁgústssonGA2006
Snorri HjaltasonGKG2008
Sverrir HaraldssonGM2000
Tómas Eiríksson HjaltestedGR2002
Veigar HeiðarssonGA2006

Ástríða

Framsækni

Keppnisgleði

Liðsheild

GSÍ skiptir alþjóðlegum áhugamannamótum upp í eftirfarandi 4 flokka.

Áherslur eru endurskoðaðar á ári hverju. 

A flokkur:


GSÍ leggur mikla áherslu á eftirfarandi mót. Þjálfarateymi fylgir með og GSÍ ber kostnað þátttakenda að fullu.

HM liða (World Amateur Team Championship – Eisenhower & Espirito Santo Trophies)

EM liða (European Team Championship)

European Young Masters

Spirit International Championship


B flokkur:


GSÍ leggur áherslu á eftirfarandi mót og veitir umfangsmikinn styrk.  Þáttakendur bera ábyrgð á skráningu og ferðatilhögun og lögð er áhersla að þjálfari veiti góðan stuðning. 

EM einstaklinga (European Individual Amateur Championships)

Opna breska (The Amateur & The Womens Amateur Championships)

Opna breska pilta og stúlkna (Boys Amateur & Girls Amateur)

Opna bandaríska (U.S. Amateur Championship)

Opna bandaríska pilta og stúlkna (U.S. Junior Amateur Championship)

 

C flokkur: 

 

GSÍ mælir með ákveðnum mótum og veitir minni styrki úr ferðasjóði. Þátttakendur bera ábyrgð á skráningu og ferðatilhögun og þjálfari veitir stuðning eftir bestu getu.

 

D flokkur:

 

GSÍ mælir með ákveðnum mótum en veitir ekki fjárhagslegan stuðning. Þátttakendur bera ábyrgð á skráningu og ferðatilhögun. 

 

 

Birt með fyrirvara um breytingar.

 

————————————————————————————————————————————————————————–

 

Val tilkynnt fyrir alþjóðleg áhugamannamót 2023 

EM einstaklinga karla 30. maí

EM liða 21. júní

European Young Masters 21. júní

EM einstaklinga kvenna 3. júlí

HM karla og kvenna 1. september

 

Valviðmið í Evrópu- og Heimsmeistaramót

Afreksstjóri velur lið og einstaklinga til þátttöku með því að nota eftirfarandi viðmiðanir (í engri sérstakri röð)

 • Staða á heimslista áhugamanna
 • Frammistaða í mótum í aðdraganda valsins
 • Frammistaða í mótum innanlands og erlendis
 • Meðaltal högga á keppnistímabili
 • Hæfni kylfings til þess að vera hluti að liði og stuðla að markmiðum liðsins og skila sínu í aðstæðunum.
 • Eftirsóknarverð persónueinkenni, t.d. vilja, skyldurækni, þrauseigju, sjálfstjórn, líkamlega hreysti, gott viðmót og stuðning við liðsfélaga

Þessi listi er leiðbeinandi og ekki tæmandi. Einstaklingar þurfa ekki að vera í landsliðshóp til að vera valdir í landsliðsverkefni.

Áhersla á fræðslu og keppnislíkar æfingar  Tæknileg þjálfun fer fram hjá þjálfurum afrekskylfinga.  

Breytilegar staðsetningar, fer eftir eðli æfingarinnar. 

Drög að æfingabúðum innalands veturinn 2022-2023, birt með fyrirvara um breytingar. 

11.-13. nóvember
13.-20. janúar (Spánn)
17.-19. febrúar
17.-19. mars
21.-23. apríl

Fræðsluáherslur 2022-2023 verða meðal annars:
Leikskipulag
Hugarþjálfun
Líkamsþjálfun
Vörumerki og ímynd, koma sér á framfæri
Kynning á atvinnumennsku
Mótaundirbúningur
Markmiðasetning

Heilbrigðisteymi samanstendur af fagfólki sem koma að heilbrigðisþáttum og mælingum s.s. læknar, sjúkraþjálfarar, íþróttasálfræðingar, næringafræðingar, íþróttafræðingar og annað fagfólk

Markmið með heilbrigðisteymi er að efla aðgengi afrekskylfinga að þess fagfólki sem mun aðstoða afrekskylfinga við að kanna og greina núverandi líkamlegt og andlegt ásigkomulag sem og tæknilega færni og kunnáttu. Þannig verður mögulegt að þróa áætlun og vinna að því bæta árangur og t.d. fyrirbyggja meiðsli. 

Heilbrigðisteymið mun jafnframt koma að almennri fræðslu fyrir afrekskylfinga

Landsliðskylfingar sem nýta sér þjónustu fagfólks heilbriðgisteymis geta sótt styrk frá GSÍ að hámarki 30.000kr á ári.

EM og HM

Konur, HM 

KeppnisstaðurÁrÁrangurFjöldi þjóðaSigurvegarar
 2023   
Frakkland2022   
Singapúr2020Aflýst  
Írland20183957Bandaríkin
Mexíkó20164355Suður-Kórea
Japan20142950Ástralía
Tyrkland20123653Suður-Kórea
Argentína20104252Suður-Kórea
Ástralía20084148Svíþjóð
Suður-Afríka20063342Suður-Afríka
Púertó Ríkó2004Tóku ekki þátt Svíþjóð
Malasía2002Tóku ekki þátt Ástralía
Þýskaland20003232Frakkland
Chile1998Tóku ekki þátt Bandaríkin
Filippseyjar1996Tóku ekki þátt Suður-Kórea
Frakkland19942429Bandaríkin
Kanada1992Tóku ekki þátt Spánn
Nýja-Sjáland1990Tóku ekki þátt Bandaríkin
Svíþjóð1988Tóku ekki þátt Bandaríkin
Venesúela1986Tóku ekki þátt Spánn
Hong Kong1984Tóku ekki þátt Bandaríkin
Sviss1982Tóku ekki þátt Bandaríkin
Bandaríkin1980Tóku ekki þátt Bandaríkin
Fíjí1978Tóku ekki þátt Ástralía
Portúgal1976Tóku ekki þátt Bandaríkin
Dóminíska lýðveldið1974Tóku ekki þátt Bandaríkin
Argentína1972Tóku ekki þátt Bandaríkin
Spánn1970Tóku ekki þátt Bandaríkin
Ástralía1968Tóku ekki þátt Bandaríkin
Mexíkó1966Tóku ekki þátt Bandaríkin
Frakkland1964Tóku ekki þátt Frakkland

Karlar, HM

KeppnisstaðurÁrÁrangurFjöldi þjóðaSigurvegarar
Dúbaí2023   
Frakkland2022   
Singapúr2020Keppni aflýst  
Írland20183572Spánn
Mexíkó20162471Ástralía
Japan2014Tóku ekki þátt Spánn
Tyrkland20122772Mexíkó
Argentína20101969Danmörk
Ástralía20082965Bandaríkin
Suður-Afríka20063465Holland
Púertó-Ríkó20042765Bandaríkin
Malasía20023962Ástralía
Þýskaland20002059Bandaríkin
Chile1998Tóku ekki þátt Ástralía
Filippseyjar1996Tóku ekki þátt Finnland
Frakkland19943644Bandaríkin
Kanada1992Tóku ekki þátt Nýja-Sjáland
Nýja-Sjáland1990Tóku ekki þátt Svíþjóð
Svíþjóð198839* frávísun39Bretland/Írland
Venesúela1986Tóku ekki þátt Kólumbía
Hong Kong1984Tóku ekki þátt Argentína, Japan
Sviss19822629Argentína
Bandaríkin1980Tóku ekki þátt Bandaríkin
Fijí1978Tóku ekki þátt Bandaríkin
Portúgal1976Tóku ekki þátt Taíwan, Bretland/Írland
Dómíníska lýðveldinu19743233Brasilía, Bandaríkin
Argentína1972Tóku ekki þátt Ástralía
Spánn19703636Mexíkó
Ástralía1968Tóku ekki þátt Bandaríkin, Bretland/Írland
Mexíkó19663032Bretland/Írland
Ítalía19643233Taíwan
Japan1962Tóku ekki þátt Kanada
Bandaríkin1960Tóku ekki þátt Bandaríkin
Skotland19583030Ástralía, Bandaríkin, Bretland
Konur, EM:


ÁrSætiFjöldi þjóða
20191920
20181818
20171819
20161620
20151921
20141620
20131719
20111519
20101717
20091618
2008Tóku ekki þátt16
2007Tóku ekki þátt16
20051515
2003Tóku ekki þátt14
20011618
1999Tóku ekki þátt17
1997Tóku ekki þátt16
19951819
19931516

Samskiptaráðgjafi hefur það markmið að auka öryggi í íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna. Markmiðið er að allir geti tekið virkan þátt á sínum vettvangi og jafnframt leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns vegna atvika og misgerða sem hafa átt sér stað án þess að óttast afleiðingar. Þjónusta og ráðgjöf samskiptaráðgjafa stendur öllum þeim til boða sem tilheyra skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi á landinu. Til samskiptaráðgjafa er hægt að leita með mál er varða andlegt-, líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi og áreitni, einelti og önnur sambærileg tilvik sem hafa komið upp á vettvangi íþrótta- eða æskulýðsstarfs. Einnig mun samskiptaráðgjafi koma á samræmdum viðbragðsáætlunum á landsvísu í þessum málaflokkum.

Starfi samskiptaráðgjafa sinnir Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, klínískur sálfræðingur, með aðsetur í húsnæði Domus Mentis- Geðheilsustöðvar. Hægt er að hafa beint samband við hana og er hún með símatíma alla þriðjudaga kl. 10-11, í síma 839-9100. Utan þess tíma er hægt að hringja í símanúmerið en ekki alltaf öruggt að ná samtali. Einnig er hægt að senda tölvupóst á sigurbjorg@dmg.is sem verður svarað eins fljótt og hægt er.

Eftir samtal eða fyrstu samskipti við samskiptaráðgjafa er boðið upp á viðtal ef málið varðar áreitni, ofbeldi eða einelti. Þá er frekari upplýsinga aflað og í kjölfarið eru næstu skref ákveðin, ávallt í samráði við þann sem leitar til samskiptaráðgjafa. Einnig er hægt að leita eftir ráðgjöf hjá samskiptaráðgjafa, ekki þarf að fara lengra með mál ef viðkomandi kýs það ekki.

Samskiptaráðgjafi er óháður aðili sem getur aðstoðað og leiðbeint einstaklingum sem telja sig hafa verið beittir ofbeldi eða misrétti í íþrótta- eða æskulýðsstarfi. Þjónusta samskiptaráðgjafa er gjaldfrjáls.

Vefsíða samskiptaráðgjafa er www.samskiptaradgjafi.is og mun hún þjóna sem upplýsinga- og fræðslusíða starfsins. Hægt er að setja sig í samband við samskiptaráðgjafa í gegnum síðuna, tilkynna atvik og fá ráðgjöf eða aðrar upplýsingar.

GSÍ fylgir lögum ÍSÍ í lyfjamálum, lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ sér um framkvæmd lyfjaeftirlits meðal íþróttafólks á Íslandi. Lyfjaeftirlitsnefndin starfar samkvæmt reglum Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunarinnar, WADA. Alþjóðlegt lyfjaeftirlit er framkvæmt í samræmi við Alþjóða lyfjaeftirlitsreglurnar (World Anti Doping Code) og alþjóðlega staðla WADA um lyfjaeftirlit.Gott lyfjaeftirlit er afar mikilvægt – bæði fyrir íþróttamanninn og íþróttina.

Landslið atvinnukylfinga fagnaði sigri á Meistaramóti Evrópu í blandaðri liðakeppni sem fram fór á Gleneagles í Skotlandi árið 2018. Þetta var í fyrsta sinn sem þessi keppni fór fram.

Frá vinstri: Valdís Þóra Jónsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/Europeantour. 

Deildu:

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ