Golfhreyfingin á Íslandi - talnaefni

Golfsambandið tekur saman tölfræði og lykiltölur fyrir golfklúbba, samstarfsaðila og aðra hagsmunaaðila. Þessar tölur sýna umfang, þróun og samsetningu golfhreyfingarinnar á Íslandi. Eftirspurn í að leika golf á síðustu árum hefur verið mikil.

Um 23.300 kylfingar eru skráðir í 62 golfklúbba víðs vegar um landið árið 2022 sem var 5% aukning á milli ára. Þetta er aukning um 900 kylfinga frá fyrra ári. Golfsambandið er elsta og næst fjölmennasta íþróttasambandið innan íþrótta- og ólympíusambands Íslands.

15% skráðra kylfinga eru börn og unglingar

Það setur Ísland í topp 10 lista í Evrópu yfir hlutfall 18 ára og yngri skráð í golfklúbba
 

 

Golfhreyfingin á Íslandi sett í samhengi

Golf er íþrótt, lífsstíl og iðnaður. Golfið eykur jákvætt á heilbrigði, hagkerfið og umhverfið. Yfir 60 milljónir manns leika golf í heiminum. Í Evrópu eru rúmlega 4,3 milljónir kylfinga skráðir í klúbba. Íþróttin er ein af fáum þar sem áhugamenn jafnt og atvinnumenn eru sjálfir ábyrgir fyrir að fylgja reglum.

Ef við berum saman 20 stærstu golfsambönd Evrópu þá endum við í 18. sæti ef horft er á fjölda kylfinga. En ef við myndum deila fjölda skráðra kylfinga á íbúafjölda þá fáum við út að 5,5% íslendinga er í golfklúbbum sem er 1. sæti í Evrópu. Og ef við myndum deila fjölda íbúa á hvern golfvöll í landinu þá endar Ísland aftur í 1. sæti með rúmlega 5.800 íbúa á hvern völl.

Börn og unglingar sem eru 18 ára og yngri eru að meðaltali 7% af öllum skráðum kylfingum í Evrópu. Við erum á topp tíu í Evrópu með 15% af öllum skráðum kylfingum hér á landi sem börn og unglingar.

Sjá samanburðarskýrslu EGA árið 2021

Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ