Nýjar forgjafarreglur
Á árinu 2020 sameinuðust sex forgjafarkerfi í eitt fyrir allan heiminn. Nýju reglurnar gera kylfingum fært að nota sína forgjöf á hvaða golfvelli sem er í heiminum og keppa eða leika golfhring sér til skemmtunar með hverjum sem er á heiðarlegum og jöfnum forsendum.
Reglurnar kallast á ensku World Handicap System (WHS) og tóku gildi hér á landi 1. mars 2020.

Helstu grunnatriðin í forgjafarreglunum
Meðaltalsregla. Forgjöfin þín verður meðaltal 8 lægstu skormismuna síðustu 20 forgjafarhringja.
Forgjafarflokkar eru liðin tíð. Í nýju reglunum eru engir forgjafarflokkar eins og kylfingar eru vanir. Sem þýðir líka að nú geta allir skráð inn forgjafarhringi eftir 9 holu leik eða meira.
Ekki þarf að tilkynna fyrirfram. Ekki þarf að tilkynna sérstaklega í tölvukerfinu að leikinn hringur gildi til forgjafarútreiknings. Hægt verður að skrá alla hringi eftirá til forgjafarútreiknings.
Viðurkennd leikform. Skor er gilt til forgjafarútreiknings ef hringur hefur verið leikinn samkvæmt golfreglum og viðurkenndum leikformum.
Hámarks forgjöf 54. Óbreytt verður að hámarks forgjöf sem kylfingur getur fengið er 54.0.
Þú þarft ekki að missa þig í smáatriðin!
Forgjafarreglurnar eru frábrugðnar golfreglum að því leyti að þeim er að mestu leyti stjórnað af tölvukerfi. Þess vegna þarftu ekki að læra smáatriðin heldur treysta þeim reiknireglum í tölvukerfinu sem reikna út þína forgjöf.
Þú þarft bara …
…að leika þér í golfi. Þú sérð vallarforgjöf þína á forgjafartölflu fyrir viðkomandi völl og teig. Leiktu samkvæmt gildandi golfreglum og gerðu þitt besta á vellinum. Skráðu svo skorið í tölvukerfi GSÍ eða önnur snjallforrit sem tengjast tölvukerfinu.
Spurt og svarað
Hér að neðan finnur þú svör við nokkrum algengum spurningum um forgjafarreglurnar. USGA, R&A og EGA eru sameiginlegt stjórnvald forgjafarkerfisins og ábyrg fyrir því. Við uppfærum hér um leið og nýjungar berast.
Spurningar vegna endurreiknings á forgjöfinni
Forgjöfin verður endurreiknuð samkvæmt grunnreglu kerfisins – meðaltal 8 lægstu skormismuna af 20 síðustu skráðum hringjum á skoryfirliti – miðað við þá hringi sem eru núna á mitt.golf.is frá og með 2017.
Ef hægt er að tala um sanngjarnan endurreikning á forgjöf þá byggist hann alltaf á mörgum nýlegum skorum! Í grunninn byggir forgjafarkerfið á því að kylfingur reynir eftir fremsta megni að ná sem bestum árangri á hverri holu og fylgi golfreglum. Þar að auki er gert ráð fyrir því að kylfingur skili inn eins mörgum gildum skorum til forgjafar og hann getur. Þá mun forgjöfin alltaf sýna hans réttu getu.
Ástæðan fyrir því er að upplýsingar um vallarmat (CR), vægi (Slope) og Par þessara valla voru ekki fyrir hendi í kerfinu. Frá og með 1. mars getur þú slegið sjálfur inn þessum upplýsingum þegar þú skráir inn erlendan forgjafarhring. En athugaðu ekki aftur í tímann.
Ef þú telur þig vera með marga erlenda forgjafarhringi af síðustu 20 hringjum þá vinsamlegast hafðu samband við forgjafarnefnd klúbbsins sem getur metið stöðuna og gert viðeigandi leiðréttingu.
Þá verður meðaltalið reiknað út frá færri forgjafarhringjum, út frá töflu í reglunum sem finnur út hvað marga forgjafarhringi þú hefur skráð frá árinu 2017.
Séu forgjafarhringir á bilinu 1-19 þá notar kerfið eftirfarandi töflu við endurreikning
Ef þú ert ekki með neinn skráðan forgjafarhring frá 2017-2019 þá verður ný forgjöf ekki endurreiknuð heldur hefur forgjafarnefnd klúbbsins nokkra valkosti að endurútgefa forgjöf samkvæmt forgjafarreglu 7.1d.
Það er erfitt að spá nákvæmlega fyrir hver ný forgjöf verður í samburði við núverandi EGA forgjöf. Hún gæti hækkað, lækkað eða staðið í stað.
Það er í sjálfu sér hið besta mál, nema að WHS forgjöf er ekki reiknuð ef nýjasta skorið er eldra en frá árinu 2017. Forgjafarnefndir golfklúbba notast við reglu 7.1 d Endurútgáfa forgjafar í forgjafarreglunum og hafa þar nokkra valkosti:
- Endurútgefa forgjöf í samræmi við þá getu sem forgjafarnefnd metur að leikmaður sýni á þeim tíma.
- Skrá forgjöf eins og leikmaðurinn sé byrjandi í golfi. (54)
- Endurútgefa síðustu skráðu forgjöf.
Vinsamlegast hafðu samband við forgjafarnefnd klúbbsins ef spurningar vakna.
Ég er í forgjafarflokki 1 þ.e. með forgjöf undir 4.4. Nú hafa aðeins skor úr mótum verið til forgjafar og ég náði ekki að leika 20 mótahringi á þessu ári. Er það sanngjarnt við endurreikning?
Já, þar sem endurreikningurinn skoðar forgjafarhringi þrjú ár aftur í tímann.
Ef þér finnst útreikningar ekki vera réttir hafðu þá samband við forgjafarnefnd klúbbsins. Þeir geta skoðað forgjafaryfirlitið hjá þér og séð hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis við endurreikninginn.
Spurningar um sjálfar forgjafarreglurnar og reikniaðferðir
Forgjöfin þín verður meðaltal 8 lægstu skormismuna af síðustu 20 hringjum, sem skráð er á skoryfirlit. Það eina sem þú þarft að skoða er forgjafartafla vallarins og vallarforgjöf þín fyrir teiginn sem þú ætlar að leika af, leika hringinn og skrá skorið í tölvukerfið. Útreikningurinn fer fram í tölvukerfinu sem finnur út hvort þessi hringur hafi áhrif á forgjöf.
Forgjafartaflan sýnir vallarforgjöf en ekki leikforgjöf.
Meðaltalið er reiknað út frá forgjöfinni þinni. Forgjöfin er tala með aukastaf sem samsvarar nákvæmri forgjöf sem þú spilaðir í raun á viðkomandi hring. (Sjá nákvæma skilgreiningu í spurningunni hér að neðan). Tölvukerfið reiknar út nýja forgjöf eftir að skorið hefur verið skráð. Þú sérð nýjar tölur á öllum skráðum umferðum þínum í tölvukerfinu.
Forgjöfin þín verður og getur bara verið reiknuð út af tölvukerfi GSÍ. Ef þú hefur sérstakan áhuga á að kynna þér þær reiknireglur og skilgreingar á hugtökum þá eru þær hér:
Skormismunur Munurinn á leiðréttu brúttó skori leikmanns og vallarmati að teknu tilliti til vægis og útreiknings leikaðstæðna (PCC). Þetta er tölulegt gildi í samræmi við skor eftir leik á golfvelli á ákveðnum degi sem er skráð í skoryfirlit leikmanns.
Í höggleik: Skormismunur = (113 ÷ vægi) x (leiðrétt brúttó skor – vallarmat – leiðréttinga vegna leikaðstæðna)
Punktar: Skormismunur = (113 ÷ vægi) x (par + vallarforgjöf – (fengnir punktar – 36) – vallarmat – leiðrétting vegna leikaðstæðna)
Skilgreiningar
Forgjöf
Mælikvarði á getu leikmanns til að leika golfvöll með eðlilegu erfiðleikastigi og því reiknað út frá vægi golfvallar með vægi 113.
Lágforgjöf
Lægsta forgjöf sem leikmaður hefur fengið á síðasta 12 mánaða tímabili miðað við þann dag sem nýjasta skor skráð á skoryfirlit var leikið.
Leiðrétt brúttó skor
Brúttó skor leikmanns ásamt mögulegum vítishöggum sem síðan er leiðrétt vegna þess að: Leikmaður leikur á fleiri höggum en hámarksskor hans á holunni eða hola er ekki leikin eða byrjað er að leika holu,sem leikmaður lýkur ekki.
Nettó skrambi
Skor sem er par holunnar að viðbættum tveimur höggum,sem er leiðrétt með forgjöf viðkomandi á holuna. Nettó skrambi er hámarksskor á holu, sem leikin er til forgjafar.
Vallarmat
Erfiðleikastig golfvallar fyrir “scratch” leikmann við eðlilegar vallar-og veðuraðstæður.
Vægi golfvallar
Mælikvarði á erfiðleika golfvallar fyrir leikmenn sem ekki eru scratch leikmenn samanborið við scratch leikmenn.
Útreikningur leikaðstæðna (PCC)
Tölfræðileg niðurstaða sem ákvarðar hvort leikaðstæður á leikdegi voru að það miklu leyti frábrugðnar eðlilegu ástandi að þær höfðu áhrif á leik leikmanns. Dæmi um aðstæður sem gætu haft slík áhrif á leik: Vallaraðstæður, veður eða uppsetning vallar.
Ekkert ósvipað og (CSA leiðrétting) sem við notuðum fyrir nokkrum árum. Því hefur nú verið skipt út fyrir PCC (Playing Conditions Calculation) sem er tölfræðileg niðurstaða sem ákvarðar hvort leikaðstæður á leikdegi voru að það miklu leyti frábrugðnar eðlilegu ástandi að þær höfðu áhrif á leik leikmanns. Dæmi um aðstæður sem gætu haft áhrif á frammistöðu leikmannsins vallaraðstæður, veður eða uppsetning vallar. PCC ber saman árangur kylfinga þennan dag og forgjöf þeirra. Sama hvort skorið er úr móti eða við almennan leik. Ef það eru færri eða fleiri kylfingar en gera mátti ráð fyrir að næðu eðlilegu skori þá verður leiðrétting þennan dag á milli -1 og +3. Við eðlilegar aðstæður verður PCC 0. Þú getur alltaf séð hvort einhver PCC leiðrétting var gerð með því að smella á forgjafarhringinn í tölvukerfi GSÍ.
Já, það verður háþak sem þýðir að þú getur mest hækkað um 5.0. Háþak takmarkar að forgjöf leikmanns eftir útreikning samkvæmt lágþaki getur að hámarki verið 5.0 högga hækkun frá lágforgjöf hans. Það eru engin takmörk á mögulegri lækkun forgjafar leikmanns. Þessar takmarkanir byrja aðeins að hafa áhrif þegar kylfingur hefur að minnsta kosti 20 viðurkennd skor á skoryfirliti sínu.
Lægsta forgjöf sem leikmaður hefur verið með á 12 mánaða tímabili miðað við þann dag sem nýjasti hringur sem er á skoryfirliti var leikinn.
15. apríl til 15. október er sá hluti árs sem gild skor geta gilt til forgjafarútreiknings samkvæmt ákvörðun forgjafarnefndar GSÍ.
Að því gefnu að völlurinn hafi gildandi vallarmat og vægi og sé í sömu lengd og erfiðleikastigi og þegar hann var metinn.
Þá reiknast meðaltalið út frá færri hringjum og allt í góðu með það.
Já, hámarks forgjöfin verður 54. Allir forgjafarflokkar hverfa og allir kylfingar munu tilheyra eina og sama flokknum með sömu skilyrðum.
Það er óbreytt, annað hvort höggleikur eða punktakeppni
Slæmt skor á einni eða tveimur holum ætti ekki að hafa veruleg áhrif á skor til forgjafarútreiknings enda ekki í samræmi við raunverulega getu leikmanns.
Fyrir kylfing er hámarksskor fyrir hverja holu takmarkað við nettó skramba reiknað þannig:
Par holunnar + 2 högg + möguleg forgjafarhögg sem leikmaður fær á holuna
Nettó skrambi er jafn og lægsta skor sem gefur leikmanni 0 punkta á holuna.
Forgjöfin þín uppfærist eftir hvern leikinn hring hvort sem er í móti eða við almennan leik. Ef þú skráir skorið inn sama dag og þú lékst þá uppfærist forgjöfin þín daginn eftir. Það er vegna þess að tölvukerfið þarf að gera útreikning leikaðstæðna eftir miðnætti fyrir hvern dag.
Já, þú getur skráð 12 holur til forgjafar eins og 9 og 18 holur. Einnig er hægt að leika 10-17 holur og skrá til forgjafar. Það eina sem þú þarft að gera er að fylla út þær holur sem þú leikur og tölvukerfið sér um að reikna út niðurstöðuna.
Nei, það verður aldrei skylda að skrá alla hringi til forgjafarútreiknings. Hins vegar hvetjum við þig til að spila samkvæmt golfreglunum og skrá inn eins marga hringi og þú getur, bæði góðu og slæmu hringina. Það gefur rétta mynd af getu þinni.
Nei, tölvukerfin verða ekki samtengd og þú sem kylfingur berð ábyrgð á því að báðir golfklúbbarnir séu að nota rétta og uppfærða forgjöf.
Já, þú getur skráð inn forgjafarhringi leikna erlendis. Það eina sem þú þarft að gera er að finna út vallarmat og vægi fyrir þá teiga sem þú lékst af og slá inn í tölvukerfi GSÍ.
Þegar umferð um golfvöll er mikil flýtir það leik að hafa hámarksskor á holu til forgjafar. Klúbbarnir eiga að vera óhræddir við að hvetja háforgjafarkylfinga að taka boltann upp þegar hámarksskori hefur verið náð á holu.
Forgjafarreglur og viðaukar
Nánari upplýsingar um forgjafarreglurnar – World Handicap System er að finna á vefsíðunni whs.com, sem er upplýsingasíða frá R&A og USGA.
Hlekkur í útgáfu af forgjafarreglunum.
Ef það vakna spurningar, sendu okkur póst á: forgjof@golf.is