Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, er næst yngsti sigurvegarinn á Íslandsmótinu í golfi í kvennaflokki. Perla er fædd 28. september 2006 og var því 15 ára, 10 mánaða og 11 daga gömul þegar hún fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í Vestmannaeyjum í dag.

Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, er sú yngsta sem hefur sigrað á Íslandsmótinu í golfi í kvennaflokki. Ragnhildur er fædd 21. júní 1970. Hún sigraði á Íslandsmótinu í golfi þann 4. ágúst árið 1985 og var þá 15 ára, eins mánaðar og 14 daga gömul.

Karen Sævarsdóttir, GS, var 16 ára gömul þegar hún sigraði í fyrsta sinn á Íslandsmótinu í golfi árið 1989. Hún varði titilinn næstu sjö árin, sem er met sem verður seint slegið.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ