Auglýsing

Í dag fór fram undankeppni fyrir Íslandsmótið í golfi á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi.

Þar áttu þátttökurétt leikmenn á biðlista Íslandsmótsins í golfi sem skráðu sig til keppni í undankeppninni fyrir kl. 23:59 fimmtudaginn 21. júlí.

Í Íslandsmótið skráðu 161 sig til keppni, 1 keppandi náði ekki forgjafarmörkum og 10 kylfingar fengu boð um að taka þátt í undankeppni.

Alls tóku fimm keppendur þátt í undankeppninni og léku þeir um tvö laus sæti á keppendalista Íslandsmótsins 2022 sem fram fer í Vestmannaeyjum dagana 4.-7. ágúst. Birkir Thor Kristinsson, GK og Hjalti Jóhansson, GK tryggðu sér keppnisrétt á Íslandsmótinu 2022. Þeir þrír sem komust ekki áfram eftir undankeppnina í dag eru í þremur fyrstu sætunum á biðlista fyrir Íslandsmótið.

Birkir Thor Kristinsson, GK 80 högg
Hjalti Jóhannsson, GK 81 högg
Halldór Viðar Gunnarsson, GR 86 högg.
Guðmundur Snær Elíasson, GKG 88 högg.
Kristinn Óskar Sveinbjörnsson, GM 90 högg.

Smelltu hér fyrir úrslit og stöðu í undankeppninni á Urriðavelli.

Keppnin var 18 holu höggleikur án forgjafar og leikið er af teigum 58.

Tvö lægstu skor í keppninni veita þátttökurétt í Íslandsmótinu í golfi 2022.

Mikill áhugi er á Íslandsmótinu í golfi 2022 hjá afrekskylfingum landsins og er þetta þriðja árið í röð þar sem að færri komast að en vilja í mótið.

Keppendurnir fimm sem keppa um tvö laus sæti á Íslandsmótinu í dag eru:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ