/

Deildu:

Aron Snær Júlíusson, Íslandsmeistari í golfi 2021. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki árið 1942. Gísli Ólafsson er fyrsti Íslandsmeistarinn og Birgir Leifur Hafþórsson er sá sigursælasti með 7 titla. Birgir Leifur landaði sínum 7. titli á Jaðarsvelli árið 2016 og hefur hann ekki tekið þátt eftir þann sigur.

Alls eru 39 nöfn grafin á verðlaunagripinn í karlaflokki, 16 kylfingar hafa sigrað oftar en einu sinni. 

Úlfar Jónsson og Björgvin Þorsteinsson hafa sigrað 6 sinnum hvor, og Magnús Guðmundsson er með 5 titla. Kylfingar úr GR hafa oftast sigrað eða 23 sinnum, GA er með 20 titla, og GK er með 13 titla. 

Íslandsmótið í golfi fer fram í Vestmannaeyjum dagana 4.-7. ágúst.

7 titlar:

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (1996 (GL), 2003, 2004, 2010, 2013,2014, 2016).

6 titlar: 

Björgvin Þorsteinsson, GA (1971, 1973-1977)
Úlfar Jónsson, GK (1986,1987,1989-1992)

5 titlar:

Magnús Guðmundsson, GA (1958, 1963-66).

4 titlar: 

Björgvin Sigurbergsson, GK (1995, 1999, 2000, 2007)

3 titlar:

Gísli Ólafsson, GR (1942-1944)
Þorvaldur Ásgeirsson, GR (1945, 1950-51)
Þorbjörn Kjærbo, GS (1968-1970)
Hannes Eyvindsson, GR (1978-1980)
Sigurður Pétursson, GR (1982,1984,1985)
Sigurpáll Geir Sveinsson, GA (1994, 1998, 2002)
Axel Bóasson, GK (2011, 2017,2018)

2 titlar:

Ewald Berndsen, GR (1947,1953)
Ólafur Á. Ólafsson, GR (1954,1956)
Sveinn Ársælsson, GV (1957,1959)
Gunnar Sólnes, GA (1961,1967)

Íslandsmeistarar:

Sigtryggur Júlíusson, GA (1946)
Jóhannes G. Helgason, GR (1948)
Jón Egilsson, GA (1946)
Birgir Sigurðsson, GA (1952)
Hermann Ingimarsson, GA (1955)
Jóhann Eyjólfsson, GR (1960)
Óttar Yngvason, GR (1962)
Loftur Ólafsson, NK (1972)
Ragnar Ólafsson, GR (1981)
Gylfi Kristinsson, GS (1983)
Sigurður Sigurðsson, GS (1988)
Þorsteinn Hallgrímsson, GV (1983)
Þórður Emil Ólafsson, GL (1997)
Örn Ævar Hjartarson, GS (2001)
Heiðar Davíð Bragason, GKj/GM. (2001)
Sigmundur Einar Másson, GKG (2006)
Kristján Þór Einarsson, GKj./GM (2008)
Ólafur Björn Loftsson, NK (2009)
Haraldur Franklín Magnús, GR (2012)
Þórður Rafn Gissurarson, GR (2015)
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (2019)
Bjarki Pétursson, GKG (2020)
Aron Snær Júlíusson, GKG (2021)

Fjöldi titla hjá klúbbum:
GR – Golfklúbbur Reykjavíkur23
GA – Golfklúbbur Akureyri20
GK – Golfklúbburinn Keilir 13
GKG – Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar9
GS – Golfklúbbur Suðurnesja6
GV – Golfklúbbur Vestmannaeyja3
GL – Golfklúbburinn Leynir 2
NK – Nesklúbburinn2
GKj./GM – Golfklúbbur Mosfellsbæjar / Kjölur 2

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ