Auglýsing

Íslandsmótið í golfi 2022 fer fram í Vestmanneyjum dagana 4.-7. ágúst.

Í þessari frétt eru helstu upplýsingar um mótið og hlekkir á rástíma, stöðu og úrslit.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Smelltu hér fyrir myndasafn frá mótinu:

3. keppnisdagur:

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, er efst þriðja keppnisdaginn í röð í kvennaflokknum en hún lék á höggi undir pari vallar í dag, 69 högg. Samtals er Perla á höggi undir pari og þar á eftir kemur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, sem lék sinn besta hring fram til þessa í mótinu, 67 högg eða -3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er þriðja á +9. Hulda Clara Gestsdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari úr GKG, jafnaði vallarmetið af bláum teigum, 65 högg. Anna Sólveig Snorradóttir, GK, lék á sama skori árið 2018 á Íslandsmótinu í golfi í Eyjum.

1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 209 högg (70-70-69) (-1)
2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 210 högg (74-69-67) (par)
3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 219 högg (76-71-72)(+9)
4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 221 högg (73-75-73) (+11)
5.-6. Saga Traustadóttir, GKG 222 högg (78-76-68) (+12)
5.-6. Berglind Björnsdóttir, GR 146 högg (75-71-76) (+12)

Kristján Þór Einarsson, GM, er efstur eftir þriðja keppnisdaginn á 6 höggum undir pari vallar. Kristján Þór, sem fagnaði Íslandsmeistaratitlinum á Vestmannaeyjavelli árið 2008, er með tveggja högga forskot á Sigurð Bjark Blumenstein, GR, og Kristófer Orra Þórðarson, GKG.

Sigurður Bjarki jafnaði vallarmetið í dag þegar hann lék á 62 höggum eða 8 höggum undir pari vallar og fór hann upp um 24 sæti í dag. Haraldur Franklín Magnús, GR, deilir vallarmetinu með Sigurði.

1. Kristján Þór Einarsson, GM 204 högg (70-70-64) (-6)
2. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 206 högg (75-69-62) (-4)
3. Kristófer Orri Þórðarson, GKG, 206 högg (66-71-69) (-4)
4.-6. Kristófer Karl Karlsson, GM 207 högg (72-69-66) (-3)
4.-6. Böðvar Bragi Pálsson, GR 207 högg (68-69-70) (-3)
4.-6. Birgir Guðjónsson, GE 207 högg (71-64-72) (-3)


2. keppnisdagur:

Það voru miklar sviptingar í karlaflokknum á 2. keppnisdegi á Íslandsmótinu í golfi 2022 í Vestmannaeyjum. Birgir Guðjónsson, GE, var með flugeldasýningu þegar hann lék Vestmannaeyjavöll á 64 höggum eða 6 höggum undir pari. Birgir keppir fyrir yngsta golfklúbb landsins, Esju, sem stofnaður var árið 2019. Alls fékk Birgir 8 fugla og 1 örn á hringnum og hann fékk aðeins 6 pör á 18 holum. Magnaður hringur en sem dugði ekki til að ógna vallarmetinu sem Haraldur Franklín Magnús, GR, setti árið 2018 – 62 högg eða -8.

Heimaðurinn Daníel Ingi Sigurjónsson, GV, lék einnig frábært golf í dag, 66 högg, og deilir hann öðru sætinu með þeim Böðvari Braga Pálssyni, GR, og Kristófer Orra Þórðarsyni, GKG.

Alls eru 8 kylfingar undir pari vallar þegar keppni er hálfnuð.

Birgir Guðjónsson, GE, við 4. flötina í dag á Vestmannaeyjavelli. Mynd/seth@golf.is

Staðan í karlaflokki eftir 2. keppnisdag:

1. Birgir Guðjónsson, GE 135 högg (71-64) (-5)
2.-4. Daníel Ingi Sigurjónsson, GV 137 högg (71-66) (-3)
2.-4. Böðvar Bragi Pálsson, GR 137 högg (68-69) (-3)
2.-4. Kristófer Orri Þórðarson, GKG 137 högg (66-71) (-3)
5. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 138 högg (71-67) (-2)
6.-8. Sverrir Haraldsson, GM 139 högg (72-67) (-1)
6.-8. Björn Óskar Guðjónsson, GM 139 högg (68-71) (-1)
6.-8. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 139 högg (71-68) (-1)

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, á 16. teig í dag á Vestmannaeyjavelli. Mynd/seth@golf.is

Hin 15 ára gamla Perla Sól Sigurbrandsdóttir er efst þegar keppni er hálfnuð í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi 2022. Perla Sól hefur leikið báða hringina á pari Vestmannaeyjavallar og er hún með þriggja högga forskot. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og þrefaldur Íslandsmeistari er önnur á +3 samtals og Berglind Björnsdóttir, einnig úr GR, er á +6. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem er einnig þrefaldur Íslandsmeistari er í fjórða sæti á +7 samtals.

Staðan í kvennaflokki eftir 2. keppnisdag:

1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 140 högg (70-70) (par)
2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 143 högg (74-69) (+3)
3. Berglind Björnsdóttir, GR 146 högg (75-71) (+6)
4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 147 högg (76-71)(+7)
5. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 148 högg (73-75) (+8)
6. Heiða Guðnadóttir, GM 149 högg (76-73) (+9)
7.. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS 152 högg (76-76) (+12)
8.-10. Ástrós Arnarsdóttir, GKG 154 högg (77-77) (+12)
8.-10. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 154 högg (76-78) (+12)
8.-10. Saga Traustadóttir, GKG 154 högg (78-76) (+12)

1. keppnisdagur:

Kristófer Orri Þórðarson, GKG, er efstur eftir fyrsta keppnisdaginn af alls fjórum í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi 2022 í Vestmannaeyjum. Þegar þetta er skrifað eiga nokkrir kylfinga eftir að ljúka leik í dag á fyrsta keppnisdegi.

Kristófer Orri lék á 66 höggum eða 4 höggum undir pari og er hann með tveggja högga forskot á fjóra kylfinga. Þar á meðal er Aron Snær Júlíusson, GKG, sem er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi. Alls léku 13 kylfinga á pari vallar eða betur í dag.

Kristófer Karl Þórðarson, GKG, á 16. teig í dag á Vestmannaeyjavelli. Mynd/seth@golf.is


Staða efstu kylfinga í karlaflokki:

1 Kristófer Orri Þórðarson, GKG 66 (-4)
2.-5. Bjarni Þór Sigurðsson, GK 68 högg (-2)
2.-5. Björn Óskar Guðjónsson, GM 68 högg (-2)
2.-5. Böðvar Bragi Pálsson, GR 68 högg (-2)
2.-5. Aron Snær Júlíusson, GKG 68 högg (-2)
6.-8. Svanberg Addi Stefánsson, GK 69 högg (-1)
6.-8. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG 69 högg (-1)
6.-8. Jóhannes Guðmundsson, GR 69 högg (-1)
9.-14. Sigurbjörn Þorgeirsson, GFB 70 högg (par)
9.-14. Ragnar Már Garðarsson, GKG 70 högg (par)
9.-14. Kristján Þór Einarsson, GM 70 högg (par)
9.-14. Logi Sigurðsson, GS 70 högg (par)
9.-14. Arnór Ingi Finnbjörnsson, 70 69 högg (par)

Perla Sól Sigurbrandsdóttir á 14. teig í dag á Vestmannaeyjavelli. Mynd/seth@golf.is

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, er efst eftir fyrsta keppnisdaginn en hin 15 ára gamli Evrópumeistari lék Vestmannaeyjavöll á pari við krefjandi aðstæður. GR-ingar eru í fjórum efstu sætunum og er ljóst að spennandi keppni er framundan í kvennaflokknum á Íslandsmótinu í golfi 2022. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er önnur á +3 og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er á +4. Ólafía Þórunn er þrefaldur Íslandsmeistari líkt og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem lék á 76 höggum í dag.

Staða efstu kylfinga í kvennaflokki:

1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 70 högg (par)
2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 73 högg (+3)
3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 74 högg (+4)
4. Berglind Björnsdóttir, GR 75 högg (+5)
5.-8. Heiða Guðnadóttir, GM 76 (+6)
5.-8. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 76 (+6)
5.-8. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 76 (+6)
9.-10. Ástrós Arnarsdóttir, GKG 77 högg (+7)
9.-10. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 77 högg (+7)
11. Saga Traustadóttir, GKG 78 högg (+8)

Hér er kynningarblað um Íslandsmótið 2022 og ýmislegt annað úr innra starfi Golfsambands Íslands. Blaðinu var dreift í aldreifingu á Höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ