Íslandsmót golfklúbba 2025 fyrir kylfinga 12 ára og yngri fór fram dagana 19.-21. júní á völlum GR, GM og GKG.
Leikið er eftir PGA Junior League fyrirmyndinni, sem kallast PGA krakkagolf á Íslandi.
Leiknar eru 9 holur í hverri umferð með Texas Scramble höggleiks fyrirkomulagi, sem skiptast upp í þrjá þriggja holu leiki. Hver þriggja holu leikur gefur eitt flagg.
Mikil gleði var á meðal keppenda mótsins, sem léku á Landinu(Korpu), Bakkakoti og í Mýrinni.

Sveitir GKG 1 og GO 1 sigruðu hvítu- og gulu deildir mótsins, og eru Íslandsmeistarar golfklúbba 12 ára og yngri. Sveit GR 2 varð deildarmeistari bláu deildarinnar, GKG 3 varð deildarmeistari rauðu deildarinnar, GSS 2 varð deildarmeistari grænu deildarinnar og sveit GK 3 varð deildarmeistari gráu deildarinnar.
Hvíta deildin
- sæti GKG 1
- sæti GR 1
- sæti GSS 1
- sæti GS
- sæti NK 1
- sæti GK 2
Gula deildin
- sæti GO 1
- sæti GM 2
- sæti GK 4
- sæti GKG 2
Bláa deildin
- sæti GR 2
- sæti GKG 4
- sæti GO 3
- sæti GM 4
Rauða deildin
- sæti GKG 3
- sæti GR 3
- sæti GK 1
- sæti NK 2
Græna deildin
- sæti GSS 2
- sæti GO 2
- sæti GR 4
- sæti GM 1
Gráa deildin
- sæti GK 3
- sæti GL 1
- sæti GOS 1
- sæti GM 3
Upprunaleg frétt
Á fyrsta keppnisdegi fór Júlí Róbert Helgason, 10 ára kylfingur úr Nesklúbbnum holu í höggi á 4. holu vallarins. Höggið var 113 metra langt og notaði Júlí Róbert 5 hybrid kylfinu.
Mikil fagnaðarlæti brutust út hjá öllum viðstöddum og það voru tilfinningarík skref að holu áður en boltinn var tekinn uppúr.

Keppt er á þremur völlum.
Fimmtudaginn 19. júní – Landið, Golfklúbbur Reykjavíkur.
Föstudaginn 20. júní – Bakkakot, Golfklúbbur Mosfellsbæjar.
Laugardaginn 21. júní – Mýrin, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar.
Verðlaunaafhending er eftir að hver deild klárast.
Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit
Leikið er eftir PGA Junior League fyrirmyndinni, sem kallast PGA krakkagolf á Íslandi.
Hver sveit skal skipuð að lágmarki 4 leikmönnum og að hámarki 6 leikmönnum.
Leiknar eru 9 holur í hverri umferð með Texas Scramble höggleiks fyrirkomulagi, sem skiptast upp í þrjá þriggja holu leiki. Hver þriggja holu leikur gefur eitt flagg.
Liðsstjóri ákveður tvo keppendur sem hefja leik og jafnframt raðar niður varamönnum ef einhverjir eru í liðinu. Hver keppandi verður að leika að minnsta kosti eitt flagg (3 holur).
Hver viðureign tveggja klúbba gefur 1 stig því liði sem sigrar. Alls eru 6 flögg í pottinum og það lið sem leikur á færri höggum samtals hvern þriggja holu leik vinnur það flagg. Það lið sem vinnur fleiri flögg samtals vinnur viðureignina og eitt stig. Ef lið leika þriggja holu leik á jafn mörgum höggum fær hvort lið hálft flagg. Ef lið skilja jöfn með 3 flögg fær hvort lið hálft stig.
Fyrirmynd mótsins er PGA krakkagolf, og er sérstakt skorkort notað til að halda utan um stöðu leikja.
Þau lið sem hljóta flest stig í Hvítu- og Gulu deildinni fá titilinn Íslandsmeistari golfklúbba 12 ára og yngri.
Það lið sem vinnur flest stig í öðrum deildum fær titilinn Deildarmeistari viðkomandi deildar. Hljóti tvö lið jafnmörg stig í efsta sæti ræður innbyrðis viðureign. Ef innbyrðis viðureign var jöfn eða ef fleiri en tvö lið fá jafnmörg stig, fær það lið sem vinnur fleiri flögg efra sætið. Ef enn er jafnt ræður hlutkesti úrslitum.





