Íslandsmót golfklúbba 2021 í 2. deild karla fór fram á Kiðjabergsvelli dagana 27.-29. júlí.
Alls voru 8 golfklúbbar í 2. deild og var leikið í tveimur riðlum.
Tvö efstu liðin úr hvorum riðli komust í undanúrslit þar sem að efsta liðið úr riðli A lék gegn liði nr. 2 úr B-riðli. Efsta liðið úr B-riðli lék gegn liði nr. 2 úr A-riðli í undanúrslitum.
Sigurliðið úr 2. deild karla fer upp í 1. deild.
Í úrslitaleiknum hafði Golfklúbbur Kiðjabergs betur 3-2 gegn Nesklúbbnum þar sem að Andri Jón Sigurbjörnsson tryggði sigur GKB með góðu pútti fyrir pari á lokaholunni. KGB leikur því í efstu deild á næsta tímabili.
Golfklúbbur Skagafjarðar féll úr 2. deild eftir úrslitaleik gegn Golfklúbbi Fjallabyggðar.
Lokastaðan í 2. deild karla.
Í undanúrslitum hafði Nesklúbburinn (NK) betur 3-2 gegn Golfklúbbi Setbergs (GSE). Í hinni undanúrslitaviðureigninni áttust við Golfklúbbur Kiðjabergs (GKB) og Golfklúbburinn Oddur (GO) þar sem að heimamenn höfðu betur 3 1/2 – 1 1/2.
Það verða því Nesklúbburinn og Golfklúbbur Kiðjabergs sem leika um laust sæti í 1. deild 2021 en Golfklúbburinn Keilir úr Hafnarfirði féll úr efstu deild um liðna helgi.
Í lokaumferðinni, 5. umferð, leika Golfklúbbur Öndverðarness (GÖ) og Golfklúbbur Fjallabyggðar (GFB) úrslitaleik um fall í 3. deild.
Golfklúbbur Skagafjarðar (GSS) og Golfklúbburinn Leynir frá Akranesi (GL) leika um sæti 5.-6.
Golfklúbburinn Oddur (GO) og Golfklúbbur Setbergs (GSE) leika um 3. sætið.
Smelltu hér fyrir rástíma, úrslit leikja, stöðu og ýmsar upplýsingar.
A-riðill |
Golfklúbburinn Leynir, GL Stefán Orri Ólafsson, Hróðmar Halldórsson, Pétur V Georgsson, Kristján Kristjánsson Kristvin Bjarnason, Valdimar Ólafsson Willy Blumenstein, Björn Viktor Viktorsson. |
Golfklúbbur Setbergs, GSE Gunnsteinn Jónsson, Helgi Birkir Þórisson Hjörtur Brynjarsson, Hrafn Guðlaugsson Ólafur Hreinn Jóhannesson, Sigurður Óli Guðnason Styrmir Guðmundsson, Þorsteinn Erik Geirsson. |
Golfklúbburinn Oddur, GO Sigurður Björn Waage Björnsson, Skúli Ágúst Arnarsson Óskar Bjarni Ingason, Rögnvaldur Magnússon Sigurður Árni Þórðarson, Bjarki Þór Davíðsson Birkir Þór Baldursson, Axel Óli Sigurjónsson. |
Golfklúbbur Fjallabyggðar Sigurbjörn Þorgeirsson, Fylkir Þór Guðmundsson Bergur Rúnar Björnsson, Þorgeir Örn Sigurbjörnsson Kristján Benedikt Sveinsson, Grímur Þórisson Gunnlaugur Elsuson, Ármann Viðar Sigurðsson. |
B-riðill |
Nesklúbburinn, NK Guðmundur Örn Árnason, Kjartan Óskar Guðmundsson Magnús Máni Kjærnested, Nökkvi Gunnarsson Orri Snær Jónsson, Ólafur Marel Árnason Steinn Baugur Gunnarsson, Vilhjálmur Árni Ingibergsson. |
Golfklúbbur Öndverðarness, GÖ Ísak Jasonarson, Benedikt Árni Harðarson Benedikt Sveinsson, Björn Andri Bergsson Þórir Baldvin Björgvinsson, Emil Þór Ragnarsson Hallsteinn I. Traustason. |
Golfklúbbur Skagafjarðar, GSS Arnar Geir Hjartarson, Atli Freyr Rafnsson Elvar Ingi Hjartarson, Hákon Ingi Rafnsson Hlynur Freyr Einarsson, Ingvi Þór Óskarsson Jóhann Örn Bjarkason, Hjörtur Geirmundsson. |
Golfklúbbur Kiðjabergs, GKB Andri Jón Sigurbjörnsson, Arnar Snær Hákonarson Axel Ásgeirsson, Árni Gestsson Árni Freyr Sigurjónsson, Halldór X Halldórsson Haraldur Þórðarson, Sturla Ómarsson. |