Auglýsing

Íslandsmót golfklúbba 2021 í 2. deild karla fór fram á Kiðjabergsvelli dagana 27.-29. júlí.

Alls voru 8 golfklúbbar í 2. deild og var leikið í tveimur riðlum.

Tvö efstu liðin úr hvorum riðli komust í undanúrslit þar sem að efsta liðið úr riðli A lék gegn liði nr. 2 úr B-riðli. Efsta liðið úr B-riðli lék gegn liði nr. 2 úr A-riðli í undanúrslitum.

Sigurliðið úr 2. deild karla fer upp í 1. deild.

Í úrslitaleiknum hafði Golfklúbbur Kiðjabergs betur 3-2 gegn Nesklúbbnum þar sem að Andri Jón Sigurbjörnsson tryggði sigur GKB með góðu pútti fyrir pari á lokaholunni. KGB leikur því í efstu deild á næsta tímabili.

Golfklúbbur Skagafjarðar féll úr 2. deild eftir úrslitaleik gegn Golfklúbbi Fjallabyggðar.

Lokastaðan í 2. deild karla.

Í undanúrslitum hafði Nesklúbburinn (NK) betur 3-2 gegn Golfklúbbi Setbergs (GSE). Í hinni undanúrslitaviðureigninni áttust við Golfklúbbur Kiðjabergs (GKB) og Golfklúbburinn Oddur (GO) þar sem að heimamenn höfðu betur 3 1/2 – 1 1/2.

Það verða því Nesklúbburinn og Golfklúbbur Kiðjabergs sem leika um laust sæti í 1. deild 2021 en Golfklúbburinn Keilir úr Hafnarfirði féll úr efstu deild um liðna helgi.

Í lokaumferðinni, 5. umferð, leika Golfklúbbur Öndverðarness (GÖ) og Golfklúbbur Fjallabyggðar (GFB) úrslitaleik um fall í 3. deild.

Golfklúbbur Skagafjarðar (GSS) og Golfklúbburinn Leynir frá Akranesi (GL) leika um sæti 5.-6.

Golfklúbburinn Oddur (GO) og Golfklúbbur Setbergs (GSE) leika um 3. sætið.

Smelltu hér fyrir rástíma, úrslit leikja, stöðu og ýmsar upplýsingar.

A-riðill
Golfklúbburinn Leynir, GL
Stefán Orri Ólafsson, Hróðmar Halldórsson,
Pétur V Georgsson, Kristján Kristjánsson
Kristvin Bjarnason, Valdimar Ólafsson
Willy Blumenstein, Björn Viktor Viktorsson.
Golfklúbbur Setbergs, GSE
Gunnsteinn Jónsson, Helgi Birkir Þórisson
Hjörtur Brynjarsson, Hrafn Guðlaugsson
Ólafur Hreinn Jóhannesson, Sigurður Óli Guðnason
Styrmir Guðmundsson, Þorsteinn Erik Geirsson.
Golfklúbburinn Oddur, GO
Sigurður Björn Waage Björnsson, Skúli Ágúst Arnarsson
Óskar Bjarni Ingason, Rögnvaldur Magnússon
Sigurður Árni Þórðarson, Bjarki Þór Davíðsson
Birkir Þór Baldursson, Axel Óli Sigurjónsson.
Golfklúbbur Fjallabyggðar
Sigurbjörn Þorgeirsson, Fylkir Þór Guðmundsson
Bergur Rúnar Björnsson, Þorgeir Örn Sigurbjörnsson
Kristján Benedikt Sveinsson, Grímur Þórisson
Gunnlaugur Elsuson, Ármann Viðar Sigurðsson.
B-riðill
Nesklúbburinn, NK
Guðmundur Örn Árnason, Kjartan Óskar Guðmundsson
Magnús Máni Kjærnested, Nökkvi Gunnarsson
Orri Snær Jónsson, Ólafur Marel Árnason
Steinn Baugur Gunnarsson, Vilhjálmur Árni Ingibergsson.
Golfklúbbur Öndverðarness, GÖ
Ísak Jasonarson, Benedikt Árni Harðarson
Benedikt Sveinsson, Björn Andri Bergsson
Þórir Baldvin Björgvinsson, Emil Þór Ragnarsson
Hallsteinn I. Traustason.
Golfklúbbur Skagafjarðar, GSS
Arnar Geir Hjartarson, Atli Freyr Rafnsson
Elvar Ingi Hjartarson, Hákon Ingi Rafnsson
Hlynur Freyr Einarsson, Ingvi Þór Óskarsson
Jóhann Örn Bjarkason, Hjörtur Geirmundsson.
Golfklúbbur Kiðjabergs, GKB
Andri Jón Sigurbjörnsson, Arnar Snær Hákonarson
Axel Ásgeirsson, Árni Gestsson
Árni Freyr Sigurjónsson, Halldór X Halldórsson
Haraldur Þórðarson, Sturla Ómarsson.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ