/

Deildu:

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Aron Emil Gunnarsson, GOS. Mynd/ÓBL.
Auglýsing

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Aron Emil Gunnarsson, GOS, sigruðu á Vormóti NK sem fram fór hjá Nesklúbbnum dagana 25.-26. maí. Vormótin eru  ætluð kylfingum sem eru með forgjafarlágmörk inn á GSÍ-mótaröðina, 5.5 hjá körlum og 8.5 hjá konum.

Þetta var annað Vormótið í röð sem Ragnhildur vinnur en hún fékk 140.000 kr. í verðlaunafé fyrir sigurinn – líkt og Aron Emil. Ragnhildur var fjórum höggum betri en Berglind Erla Baldursdóttir, GM, og sex höggum á undan liðsfélaga sínum úr GR, Berglindi Björnsdóttur.  

Aron Emil sigraði með þriggja högga mun en hann lék á frábæru skor eða 10 höggum undir pari samtals, 130 höggum. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, gerði atlögu að efsta sætinu með glæsilegu vallarmeti á öðrum keppnisdegi þar sem hann lék á 8 höggum undir pari eða 62 höggum – en hann lék samtals á 7 höggum undir pari. 

Alls léku sex leikmenn í karlaflokki undir pari samtals á þessu móti. Daníel Ísak Steinarsson, GK, átti frábæran lokadag þar sem hann lék á 63 höggum eða -7 en hann endaði í fjórða sæti á -3 samtals. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR, varð þriðji á -4 samtals. 

Smelltu hér fyrir myndasafn frá Vormóti NK 2024. 

 

Úrslit í kvennaflokki:

1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 146 högg (+6) (74-72).
2. Berglind Erla Baldursdóttir, GM 150 högg (+10) (78-72)
3. Berglind Björnsdóttir, GR 152 högg (152 högg (+12)(74-78)

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, fagnar sigrinum á Vormóti NK. Mynd/ÓBL.

Úrslit í karlaflokki: 

1. Aron Emil Gunnarsson, GOS 130 högg (-10) (66-64).
2. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG 133 högg (-7) (71-62)
3. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR 136 högg (-4) (71-65)
4. Daníel Ísak Steinarsson, GK 137 högg (-3) (74-63).
5. Jóhannes Guðmundsson, GR 138 högg (-2) (70-68)
6. Kristján Þór Einarsson, GM 139 högg (-1) (68-71)

Aron Emil Gunnarsson fagnar sigrinum á Vormóti NK. Mynd/ÓBL.
Gunnlaugur Árni Sveinsson með skorkortið af nýju vallarmeti á Nesvelli.

Vormót með sama snið fór fram hjá Golfklúbbi Suðurnesja 19.-20. maí  þar sem að Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG stóðu uppi sem sigurvegarar.

Meira í þessari frétt hér:  

Vormótin eru haldin með nýju sniði og eru bestu kylfingar landsins markhópurinn. Mótin telja ekki á stigalista GSÍ mótaraðarinnar eða heimslista áhugakylfinga. Mótin bjóða því upp á meiri sveigjanleika hvað varðar fjölda keppnisdaga og útfærslu.
Þeir kylfingar sem enda á meðal 25% efstu kylfinganna hljóta verðlaunafé. Mótsgjald var 15.000kr sem rann óskipt í verðlaunafé. 

 

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ