/

Deildu:

Auglýsing

Meistaramót SÍGÍ verður haldið á glæsilegum golfvelli Keilismanna á Hvaleyrarvelli fimmtudaginn 9. september kl. 13:00, mæting 30 mínútum fyrir rástíma sem verða sendir út daginn áður.

Í mótinu spilum við 18 holur og mótið er opið öllum SÍGÍ félögum, öðrum starfsmönnum grasvalla og velunnurum félagsins. Keppnisgjald er kr. 6.000 og innifalið í því er matur (kjötmáltíð) í mótslok og glæsileg verðlaun í boði eins og venjulega.

Verðlaun m.a.:

3 efstu sætin með forgjöf (SÍGÍ meistarinn er sá sem er efstur í þessum flokki og skuldlaus við félagið).

Besta brúttó skor.

Nándarverðlaun á par 3 holunum, lengsta dræf og fæst pútt (2 pútt skráð þegar menn taka upp).

Skráning fer fram á netfangið sigi.island@outlook.com og í síma 896 4472.

Munið að gefa upp kennitölu og grunnforgjöf.

Skráningu lýkur þriðjudaginn 7. september kl. 12:00.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ