Hörður Geirsson. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Alþjóðadómarinn Hörður Geirsson, úr Golfklúbbnum Keili, fékk þær fregnir á dögunum að hann yrði einn af dómurunum á Opna bandaríska meistaramótinu í karlaflokki.

Mótið er eitt af risamótunum fjórum á atvinnumótaröð karla. Evrópska golfsambandið, EGA, tilnefndi Hörð í þetta verkefni og í kjölfarið fékk Hörður boð frá USGA eða Bandaríska golfsambandinu.

Opna bandaríska meistaramótið eða US Open fer fram dagana 18.-21. júní á Winged Foot golfvellinum við New York. Mótið á sér langa sögu og verður mótið í ár það 120. í röðinni.

Hörður er fyrsti íslenski golfdómarinn sem fær slíkt boð frá USGA en hann hefur tvívegis verið í dómarhlutverki á Opna breska meistaramótinu – The Open.

Fyrst árið 2016 á Royal Troon og í annað sinn á Carnoustie árið 2018. Hann var jafnframt fyrsti íslenski golfdómarinn til að fá slík verkefni hjá R&A á Opna breska meistarmótinu.

Þorsteinn Svörfuður Stefánsson fór á sínum tíma og dæmdi í Solheim keppninni sem fór fram árið 2003 í Svíþjóð.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ