Auglýsing

Fulltrúar úr stjórn Golfsamband Íslands ásamt hluta af starfsfólki GSÍ hitti nýverið forsvarsfólki golfklúbba á Norðurlandi. Fundurinn var vel sóttur og heppnaðist vel.

Þar hélt Jón B. Stefánsson formaður þjónustunefndar GSÍ erindi, ásamt Brynjari Geirssyni framkvæmdastjóra GSÍ og Arnari Geirssyni skrifstofustjóra GSÍ. Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ, hélt einnig erindi.

Á fundinum voru ýmis mál til umræðu en slíkir fundir hafa verið haldnir með reglulegu millibili víðsvegar um landið á undanförnum misserum.

Mikil uppbygging er í gangi víða á Norðurlandi hvað varðar bætta aðstöðu fyrir félagsfólk.

Má þar nefna nýja og glæsilega aðstöðu hjá Golfklúbbi Húsavíkur – sem hefur gjörbreytt aðgengi íbúa og þá sérstaklega yngri fólks að golfíþróttinni.

Á Akureyri er mikil uppbygging í gangi – en þar er verið að byggja nýja inniaðstöðu – sem mun breyta miklu fyrir barna – og unglingastarf GA, sem og afreksstarfið í heild sinni. Ýmsar aðrar framkvæmdir hafa staðið yfir hjá Golfklúbbi Akureyrar í vetur og ríkir bjartsýni hjá forsvarsfólki golfklúbba á Norðurlandi fyrir golfsumrinu 2024.

Frá Jaðarsvelli – þar sem að framkvæmdir við nýja inniæfingaaðstöðu hófst s.l. haust. Mynd/GA
Frá Jaðarsvelli – þar sem að framkvæmdir við nýja inniæfingaaðstöðu hófst s.l. haust. Mynd/HB

Frá Jaðarsvelli – þar sem að framkvæmdir við nýja inniæfingaaðstöðu hófst s.l. haust. Mynd/GA
Hér má sjá nýju inniaðstöðuna á Húsavík – en þar er félags – og veitingaaðstaða, ásamt inniæfingaaðstöðu. Mynd/seth@golf.is

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ