Auglýsing

Síðari undankeppninni í Landsmótinu í TrackMan golfhermum stendur nú sem hæst en keppni hófst þann 21. mars og síðasti keppnisdagur er 21. apríl. Alls eru 24 konur og 48 karlar með keppnisrétt í þessari undankeppni.

Úrslitakeppnin fer fram sunnudaginn 28. apríl í íþróttamiðstöð GKG og hefst keppni kl. 16. Leiknar eru 36 holur til úrslita um titilinn Landsmeistari í golfhermum. 

Í þessu móti er leikið á Korpúlfsstaðavelli – (Sjórinn/Áin) sem er par 72.

Staðan í kvennaflokki í síðari undankeppninni er hér:

Staðan í karlaflokki í síðari undankeppninni er hér:

Efstu 8 karlar og efstu 8 konur komast í úrslitakeppnina, Landsmótið, sem haldið verður 28. apríl 2024 í Íþróttamiðstöð GKG. Ef leikmenn eru á sama skori og sá sem er með lakastan árangur þeirra sem halda áfram gilda seinni 9, síðan seinustu 6, loks seinustu 3 og svo 1. Ef enn er jafnt skal varpa hlutkesti.“

Landsmótið í golfhermum hefur notið vinsælda hjá kylfingum víðsvegar um landið og framundan er spennandi keppni. Leikinn er höggleikur án forgjafar í karla- og kvennaflokki. Tvær undankeppnir fara fram áður en leikið verður til úrslita um Landsmeistaratitilinn í lok apríl.

Hægt er að taka þátt í undankeppnum hvar sem eru TrackMan golfhermar, með þeim möguleika að pútta. Stillingar mótsins tryggja að vallaraðstæður séu eins hvar sem leikið er. 

Stillingar eru fyrirfram ákveðnar og eru eins í öllum hermum. Brautir eru stilltar á mestu mýkt en flatir eru harðar með miðlungs hraða (flatir 9 fet á Stimp). Holustaðsetningar eru medium. Enginn vindur. Pútt eru hluti af leiknum og hermir því stilltur á Manual pútt. Hermir gefur pútt innan við 2,4 metra. 

Leikið er af hvítum teigum í karlaflokki og bláum í kvennaflokki. 

1. sæti: 130.000 kr. 

2. sæti: 50.000 kr. 

3. sæti: 30.000 kr. 

Alls luku 153 keppendur leik í fyrri undankeppninni

Úrslit í fyrri undankeppninni í kvennaflokki eru hér:

Úrslit í fyrri undankeppninnin í karlaflokki eru hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ