/

Deildu:

Frá Jaðarsvelli á Arctic Open. Mynd/Auðunn Daníelsson/GA
Auglýsing

Gera má ráð fyrir að um 11.000 erlendir ferðamenn hafi keypt golf sem afþreyingu sumarið 2023 – og er þetta veruleg aukning frá árinu áður.

Þetta kemur fram í samantekt frá Golf Iceland og eru gögnin út frá frá árlegri könnun Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna.

Í þeirri könnun er spurt um hvaða afþreyingu ferðamenn greiddu fyrir í ferð sinni til Íslands.

Miðað við þau gögn sem liggja fyrir um fjölda ferðamanna á árinu 2024 á Íslandi má gera ráð fyrir að viðskipti erlendra kylfinga hér á landi við íslenska golfklúbba haldi áfram að aukast.

Samtökin Golf Iceland eru samtök golklúbba og stærstu ferðaþjónustufyrirtækja landsins auk GSÍ og Ferðamálastofu.

Golf Iceland vinnur að því að kynna starfsemi sinna meðlima með það markmið að auka viðskipti ferðamanna við viðkomandi aðila og þá er horft sérstaklega til erlendra kylfinga. Samtökin og þeir golfklúbbar sem eru meðlimir eru einnig meðlimir í IAGTO stærstu alþjóðlegu kynningarsamtökum söluaðila golfferða.

Viðskipti ferðamanna eru golfvöllum mikilvæg enda ljóst að undanfarin ár hafa ferðamenn skipt verulegu máli og jafnvel skipt sköpum fyrir einstaka klúbba hvað varðar tekjur sumarsins.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ