Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi er mætt til Ástralíu þar sem fyrsta mót keppnistímabilsins á LET Evrópumótaröð kvenna hefst í vikunni. Valdís Þóra tryggði sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu í desember s.l. með frábærum árangri á lokaúrtökumótinu þar sem hún varð önnur.

„Aðstæður hérna í Ástralíu eru mjög góðar, vellirnir eru í góðu ástandi, en það eru miklar líkur á því að vindurinn blási hressilega þar sem vellirnir liggja við sjóinn. Ég þarf því að pæla mikið í vindinum í höggunum mínum og einnig á flötunum. Ég er með ákveðin markmið fyrir þetta mót en ég held þeim fyrir mig,“ sagði Valdís Þóra við golf.is á þriðjudaginn.

[pull_quote_right]Það eru miklar líkur á því að vindurinn blási hressilega þar sem vellirnir liggja við sjóinn[/pull_quote_right]

Oates Vic mótið fer fram á tveimur völlum, Beach og Creek, og þar mæta til leiks margir af bestu kylfingum heims. Keppnin hefst á fimmtudaginn og verða leiknir fjórir hringir. Lokahringirnir verða sýndir á fésbókarsíðu mótsins. Nánar hér.

Valdís Þóra hefur undirbúið sig vel fyrir mótið en hún hefur að mestu æft á Íslandi eftir að farið til Spánar fyrir nokkrum vikum á nýliðafund LET mótaraðarinnar.

„Ég og Hlynur Hjartarson þjálfarinn minn lögðum áherslu að gera æfingar á Íslandi sem líktust því að slá af grasi. Hér í Ástralíu næ ég þremur æfingadögum á grasi. Ég leik báða keppnisvellina á æfingahringjunum og tek síðan góða æfingu degi fyrir mótið,“ segir Valdís en aðstoðarmaður hennar í mótinu verður afrekskona úr klúbbnum þar sem mótið fer fram.

Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones
Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones

„Það verður skemmtilegt þar sem hún er menntaður innanhúshönnuður og starfar við það hér í Ástralíu. Við ættum að geta talað um það því ég menntaði mig einnig í því fagi í háskólanáminu í Bandaríkjunum á sínum tíma. Þessi kona er með lága forgjöf og þekkir vellina vel,“ sagði Valdís Þóra.

Næsta mót hjá Valdísi Þóru á LET Evrópumótaröðinni verður að öllum líkindum í Frakklandi í mars. „Það komast bara 40 leikmenn af LET inná næsta mót í Kína og það eru litlar líkur á því að ég komist á það,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir.

Alls eru 144 keppendur og þar fara fremstir í flokki Beth Allen frá Bandaríkjunum, Aditi Ashok frá Indlandi, ensku kylfingarnir Florentyna Parker og Melissa Reid en þær áttu allar frábært tímabil árið 2016..

Beth Allen var stigahæsti kylfingur LET mótaraðarinnar á síðustu leiktíð. Hún sigraði m.a. á
Fatima Bint Mubarak Ladies Open í Abu Dhabi þar sem hún var í ráshóp með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á lokahringnum.

Allen sigraði á tveimur mótum í fyrra en alls var hún sex sinnum á topp 10 og hún var með flesta fugla af öllum keppendum á LET í fyrra eða alls 224.

Ashok gerðist atvinnukylfingur fyrir 12 mánuðum en hún er aðeins 18 ára gömul. Ashok sigraði á tveimur mótum í fyrra, á Hero Women’s í heimalandinu, og Katar mótinu. Hún náði fimm sinnum að vera á meðal tíu efstu og hún var kjörinn nýliði ársins 2016.

Florentyna Parker frá Englandi átti einnig frábært tímabil í fyrra þar sem hún var átta sinnum á meðal tíu efstu. Hún varð þriðja á peningalistanum en Parker hefur tvívegis sigrað á LET Evrópumótaröðinni.

Laura Davies frá Englandi, sem hefur sigrað á 84 atvinnumótum á ferlinum, þar af 45 á LET Evrópumótaröðinni verður á meðal keppenda í Ástralíu. Davies hefur sjö sinnum verið í efsta sæti peningalistans á LET á ferli sínum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ