/

Deildu:

Ellert Jón Þórarinsson er hér til vinstri en Sigmundur Ástþórsson er til hægri.
Auglýsing

Ellert Jón Þórarinsson fékk viðurkenningu á aðalfundi Samtaka íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi nýverið. Ellert Jón er vallarstjóri á Brautarholtsvelli og var hann kjörinn golfvallarstjóri ársins hjá SÍGÍ. Sigmundur Ástþórsson vallarstjóri í Kaplakrika, heimavelli FH-inga í Hafnarfirði, var kjörinn knattspyrnuvallarstjóri ársins hjá SÍGÍ.

Í umsögn um afrek Ellerts segir m.a.:

„Golfvöllurinn í Brautarholti, sem Ellert sér um, skartaði sínu fegursta á liðnu ári og var m.a. valinn fertugasti besti völlur Norðurlanda í sænsku útgáfu tímaritsins Golf Digest, en fáheyrt er að 9-holu vellir hljóti slíka viðurkenningu. Völlurinn opnaði 2012 og hefur Ellert gegnt þar lykilhlutverki frá því er völlurinn var í bígerð. Golfvallarstjóri ársins er kosinn af félögum í SÍGÍ og PGA á Íslandi.

Frá 1. braut á Brautarholtsvelli.
Frá 1 braut á Brautarholtsvelli

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ