/

Deildu:

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir er úr leik á Fatima meistaramótinu á LET Evrópumótaröðinni en mótið er á sterkustu mótaröð Evrópu – LET. Valdís Þóra lék á +5 samtals (75-74) en niðurskurðurinn miðast við -1 samtals eins og staðan er núna. Næsta mót hjá Valdísi Þóru fer fram 10.-12. nóvember á Indlandi en hún þarf að bæta stöðu sína á stigalistanum til þess að halda keppnisrétti sínum á bestu mótaröð Evrópu.

Hér er hægt að fylgjast með gangi mála: 

Saddyiad völlurinn þar sem mótið fer fram er hannaður af Gary Player frá Suður-Afríku.

Alls eru 126 keppendur og er heildarverðlaunaféð rétt um 60 milljónir kr. Sýnt verður beint frá mótinu á Golfstöðinni.

Mótið markar upphaf lokakafla mótaraðarinnar á þessu tímabili. Valdís Þóra er í 108. sæti stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Hún þarf að koma sér í hóp 80 efstu til þess að halda keppnisrétti sínum á sterkustu mótaröð Evrópu.

Mótið í Abu Dhabi er eitt af sterkustu mótum tímabilsins og verðlaunaféð er með því mesta á þessu ári á einstöku móti.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ