/

Deildu:

LEK.
Auglýsing

Stjórn LEK boðar til félagsfundar sem fram fer í golfskála GR í Grafarholti þriðjudaginn 7. nóvember kl. 20.00

„Ágætu eldri kylfingar

Stjórn LEK hefur átt í viðræðum við fulltrúa GSÍ um framtíðar fyrirkomulag og samvinnu LEK og GSÍ varðandi málefni eldri kylfinga. Viðræðurnar hafa verið að frumkvæði LEK.

Ástæður þess að stjórn LEK ákvað að óska eftir viðræðum eru helst þær að stjórn LEK lítur svo á að GSÍ hafi skyldur gagnvart þjónustu við eldri kylfinga með sama hætti og við aðra aldursflokka. Einnig hafa verkefni LEK og GSÍ skarast í landsliðsverkefnum varðandi EGA annar vegar og ESGA hins vegar.

Niðurstöður þessara viðræðna eru í aðalatriðum tillaga um að GSÍ setji á stofn nefnd eldri kylfinga (LEK) með sama hætti og aðrar fastanefndir innan GSÍ, til dæmis afreksnefnd.

Stjórnarmaður GSÍ, kjörinn á GSÍ þingi, verði formaður nefndarinnar.
Gert er ráð fyrir að stjórnarmenn LEK sem kjörnir hafa verið á aðalfundi LEK verði skipaðir í þessa nýju fastanefnd GSÍ/LEK. Gert ráð fyrir að núverandi verkefni LEK færist yfir til GSÍ/LEK.

Með þessum hætti teljum við hagsmuni LEK tryggða og verkefna flutningur á milli aðila án vandkvæða.

Tillagan verður til umræðu á félagsfundi LEK sem haldinn verður þriðjudaginn 7. nóvember 2017 hjá GR í Grafarholti kl 20.00.

Kaffiveitingar.
Hvetjum eldri kylfinga til að mæta.

Stjórn LEK
Jón B. Stefánsson

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ