Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, endaði í 37. sæti á lokamóti Áskorendamótaraðarinnar sem lauk í dag í Oman. Birgir Leifur sigraði í fyrsta sinn á ferlinum á Áskorendamóti á þessu tímabil og er hann er einn af 19 sigurvegurum á þessu tímabili sem er á meðal keppenda í Oman.

Á NBO Golf Classic mótinu kepptu 45 stigahæstu keppendurnir á næst sterkustu mótaröð Evrópu með keppnisrétt.

Sjöfaldi Íslandsmeistarinn lék hringina fjóra á 76-73-71-71 eða +3 samtals. Par vallar er 72 högg. Birgir Leifur endaði í 36. sæti á heildarstigalista Áskorendamótaraðarinnar á þessu tímabili sem er lang besti árangur hans á ferlinum. Birgir Leifur hefði þurft að enda í einu af 15 efstu sætunum á stigalistanum eftir mótið í Oman til þess að öðlast keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu.

Birgir Leifur keppir á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar í Lumine 11-16. nóvember á Spáni. Það er síðasti möguleiki hans á að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næsta tímabili. Þrír íslenskir til viðbótar eiga enn möguleika á að komast inn á lokaúrtökumótið á Spáni, Aron Snær Júlíusson, Axel Bóasson og Haraldur Franklín Magnús.

Stigalisti Áskorendamótaraðarinnar: 

Þetta mót var lokatækifæri fyrir kylfingana að komast í hóp 15 efstu á peningalistanum og tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næsta tímabili.

Eins og áður segir voru 45 keppendur og komu þeir frá 23 mismunandi þjóðum. Tíu þeirra koma frá Englandi, en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur keppir á þessu lokamóti Áskorendamótaraðarinnar.

Birgir Leifur sigraði í fyrsta sinn á ferlinum á Áskorendamóti á þessu tímabil og er hann er einn af 19 sigurvegurum á þessu tímabili sem er á meðal keppenda í Oman.

Aaron Rai frá Englandi hefur sigrað á þremur mótum á tímabilinu. Hann hefur með árangri sínum tryggt sér takmarkaðann keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næsta tímabili.

Mótið fer fram á Al Mouj vellinum sem Ástralinn Greg Norman hannaði.

Birgir Leifur er í 32. sæti á peningalista mótaraðarinnar með 55.781 stig eða Evrur í verðlaunafé á þessu tímabili. Sjöfaldi Íslandsmeistarinn er 26.838 Evrum frá 15. sætinu og þarf því að að vera í efstu sætunum á þessu lokamóti til að gera atlögu að einu af 15 efstu sætunum á stigalistanum.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ