Valdis Jonsdottir of Iceland during the first round. Ladies European Tour 2019. Omega Dubai Ladies Classic, Emirates Golf Club, Faldo Course, Dubai, UAE. 1-3 May 2019. Valdis Jonsdottir of Iceland during the first round. Credit: Tristan Jones
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir, úr Golfklúbbnum Leyni, hefur líkt og aðrir íslenskir atvinnukylfingar verið á Íslandi undanfarnar vikur vegna Covid-19 faraldursins. Valdís Þóra hefur keppt á þremur mótum á þessu ári á LET Evrópumótaröðinni en það er óvíst hvenær keppnishaldið á LET hefst á ný.

Valdís Þóra keppti síðast á LET Evrópumótaröðinni um miðjan mars í Suður-Afríku. Á því móti náði hún frábærum árangri og endaði í 7. sæti á sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu.

Keppnishaldið á LET Evrópumótaröðinni hefur farið úr skorðum líkt og á öðrum atvinnumótaröðum vegna Covid-19 veirunnar. Valdís Þóra þarf að bíða enn um sinn eftir því að fá tækifæri til að keppa á ný.

Photo by Arnaldur Halldórsson / 2019 Warner Bros. Entertainment Inc.

„Eftir að ég kom til Íslands frá Suður-Afríku fór ég í sjálfskipaða sóttkví. Til öryggis þar sem ég hafði verið á löngu ferðalagi. Mér hefur gengið ágætlega að halda einbeitingu á æfingum og verkefninu sem er framundan. Ég er bara að dunda mér við mitt hér heima. Halda rútínu en auðvitað koma frídagar inn á milli. Þetta er fín lína sem þarf að dansa eftir. Það eina í stöðunni er finna leiðir til að nýta þær aðstæður sem eru til staðar. Ég hef t.d. farið á Langasandinn og tekið „pitch“ æfingar. Það var skemmtilegt og öðruvísi. Æfingaáætlunin er blanda af því sem ég geri þegar ég er búinn með keppnistímabilið og þegar ég er á undirbúningstímabilinu. Mikið um líkamlegar æfingar og tækniæfingar. Það voru ekki mörg mót á dagskrá í apríl en maí var með mörg mót á dagskrá. Það er búið að fresta þeim öllum, einu fram í júní og hinum fram á haustið. Ég geri ráð fyrir að 2-4 mót falli alveg niður á tímabilinu. Eitt átti að fara fram á Ítalíu og annað á Spáni, og það er óvissa með tvö mót til viðbótar. Þetta kemur bara í ljós.“

Eitt af stóru markmiðum Valdísar Þóru er að vinna sig upp heimslistann og bæta stöðu sína varðandi Ólympíuleikana í Tókýó 2021. Hún er í sæti nr. 536 á heimslista atvinnukylfinga og markmiðið að komast enn hærra á þeim lista.

„Ég tel að ég eigi fína möguleika á að komast á ÓL 2021 og það var einnig staðan áður en ÓL voru færðir um eitt ár. Eins og staðan er núna þá þarf ég að fara upp um 100 sæti á heimslistanum til að komast inn á keppendalistann. Ég fór upp um tæp 100 sæti á síðustu tveimur mótum á LET – og það er góður möguleiki fyrir mig að ná enn hærra á heimslistanum,“ segir Valdís Þóra Jónsdóttir við golf.is.

Hér má sjá myndband frá æfingu á Langasandi hjá Valdísi Þóru.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ