/

Deildu:

Auglýsing

„Sumarið á eftir að verða frábært og ég geri fastlega ráð fyrir því að golfiðkun verði aldrei meiri en nú í ár,“ segir Haukur Örn Birgisson forseti Golfsambands Íslands í samtali við golf.is.

Heilbrigðisyfirvöld hafa nú gefið það út að samkomubanni sem hefur verið í gildi á Íslandi frá því um miðjan mars s.l. verði aflétt í áföngum.

Frá og með mánudeginum 4. maí falla úr gildi reglur frá heilbrigðisráðuneytinu um ástundun golfíþróttarinnar á tímum samkomubanns sem settar voru þann 11. apríl s.l.

Íþróttafélög, og þar á meðal golfklúbbar, geta því hafið æfingar utanhúss með ákveðnum takmörkunum frá og með mánudeginum 4. maí.

„Ég geri fastlega ráð fyrir því að golfiðkun verði aldrei meiri en sumarið 2020. Það er ljóst að Íslendingar munu ferðast innanlands vegna almennra ferðatakmarkana í heiminum. Golfklúbbar landsins munu njóta góðs af því þar sem að íslenskir kylfingar munu nýta sér þá frábæru möguleika sem eru fyrir hendi á hinum fjölmörgu golfvöllum sem eru á landinu okkar. Golfvellir á SV-horni landsins hafa margir hverjir opnað nú þegar inn á sumarflatir – sem eru frábærar fréttir. Með hækkandi sól verða aðstæður til golfleiks betri með hverjum deginum sem líður. Það styttist í það að aðstæður verði með þeim hætti að hægt verði að leika golf út um allt land,“ segir Haukur Örn við golf.is.

Þessir ungu menn geta ekki beðið eftir því að golftimabilið hefjist fyrir alvöru. Mynd/seth@golf.is
Golfíþróttin er fyrir alla, unga sem aldna. Mynd/seth@golf.is

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ