Valdís Þóra Jónsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) og Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) tóku báðar þátt á NSW Open mótinu í Ástralíu.

Mótið er hluti af LET Evrópumótaröðinni en leikið var á Dubbo golfvellinum.

Julia Engström frá Svíþjóð stóð uppi sem sigurvegari á +14 samtals (69-69-68-68) og sigraði hún með tveggja högga mun.

Valdís Þóra endaði í 21. sæti á +2 samtals (72-74-72-72). Þetta var annað mótið á tímabilinu á LET Evrópumótaröðinni hjá Valdísi Þóru. Hún keppti á Ladies Classic mótinu í Ástralíu í lok febrúar. Þar komst hún ekki í gegnum niðurskurðinn.

Guðrún Brá endaði í 65. sæti á +22 samtals (77-72-81-80). Þetta var annað mót Guðrúnar á LET Evrópumótaröðinni á þessu tímabili. Hún keppti einnig á Ladies Classic mótinu í Bonville í Ástralíu í lok febrúar og þar komst hún ekki í gegnum niðurskurðinn.

Lokastaðan:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ