/

Deildu:

Auglýsing

Næstkomandi sunnudag, 1. mars, munu íslenskir kylfingar taka í notkun nýtt forgjafarkerfi, World Handicap System (WHS).

Vinna við þróun kerfisins hófst árið 2011 með það að markmiði að koma í stað þeirra sex ólíku kerfa sem verið hafa við lýði í heiminum til þessa. Hvert golfsamband ræður hvenær það tekur kerfið í notkun, sums staðar var kerfið innleitt um síðustu áramót, önnur golfsambönd stefna að innleiðingu í vor og enn önnur í haust.

Í WHS forgjafarkerfinu er forgjöfin reiknuð út frá 8 bestu hringjum leikmannsins af síðustu 20. Tekið er tillit til leikaðstæðna á þann hátt að skor leikmanns er leiðrétt m.t.t. almenns skors á viðkomandi velli á leikdegi. Einnig er notast við sérstaka útreikninga til að taka tillit til óvenju góðra skora leikmanna og ákveðnar skorður settar við hækkun forgjafar.

Við innleiðingu WHS kerfisins á Íslandi verður forgjöf kylfinga endurreiknuð, út frá eldri forgjafarhringjum og í samræmi við nýju reglurnar. Byggt verður á öllum forgjafarhringjum sem skráðir eru á golf.is frá 1. janúar 2017. Langflestir kylfingar munu sjá minniháttar breytingar á forgjöf sinni.

Nánari upplýsingar um nýja forgjafarkerfið má finna á vefsíðunni golf.is/forgjof.

Samhliða innleiðingu WHS forgjafarkerfisins mun Golfsamband Íslands gangsetja tölvukerfið GolfBox. Nýjar forgjafarupplýsingar verða því ekki sýnilegar á hefðbundnum stað á golf.is, heldur þurfa kylfingar að nálgast þær í nýja GolfBox kerfinu sem opnar fyrir kylfinga um eða upp úr mánaðamótunum. Athugið að einungis virkir kylfingar í golfklúbbum munu geta stofnað nýjan aðgang í GolfBox.

Nánari upplýsingar um hvernig kylfingar tengjast GolfBox kerfinu verða sendar til kylfinga um leið og kerfið hefur verið opnað fyrir almennan aðgang.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ