/

Deildu:

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur úr GR hefur leik á föstudaginn á Symetra mótaröðinni.

Um er að ræða næst sterkustu atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki.

Fyrsta mótið á keppnistímabilinu heitir Floridas Natural Charity Classic og fer það fram á Winter Haven vellinum í Flórída. Keppt verður dagana 6.-8. mars og leiknar 54 holur.

Ólafía Þórunn keppti á alls 9 mótum á árinu 2019 á Symetra mótaröðinni. Hún komst í gegnum niðurskurðinn á alls sex mótum og besti árangur hennar var 45. sæti.

Nánar um mótið hér:

Ólafía Þórunn er sem stendur í sæti nr. 851 á heimslista atvinnukvenna í golfi. Hér fyrir neðan má sjá stöðu hennar í árslok á heimslista atvinnukvenna frá árinu 2016.

Heimslistinn er hér í heild sinni:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ