Auglýsing

Tæplega 40 ungir og efnilegir kylfingar tóku þátt á Áskorendamótaröðinni sem fram fór um s.l. helgi á Arnarholtsvelli hjá Golfklúbbnum Hamri á Dalvík. Mótið tókst vel og voru aðstæður allar hinar bestu – og lék veðrið við keppendur og gesti.

„Það er gaman í golfi“ er slagorð Áskorendamótaraðarinnar en keppnisfyrirkomulagið er eftir alþjóðlegri fyrirmynd mótaraðar fyrir ungra kylfinga. Þessi mótaröð er hugsuð sem fyrstu skref og stuðningur við keppnisþátttöku ungra kylfinga. Markmiðið er að hafa gaman og aðaláherslan lögð á að læra leikinn og mismunandi leikform hans. Þjálfarar, liðstjórar og
foreldrar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í að gera þessi mót sem skemmtilegust fyrir þátttakendur með leiðbeinandi og jákvæðu hugarfari í kringum mótin.

Öll úrslit mótsins eru hér:

10 ára og strákar:

Skor og úrslit eru hér:

  1. Matthías Jörvi Jensson, GKG
  2. Eiríkur Valur Kjartansson, GK
  3. Brynjar Morgan Brynjarsson, GSS

10 ára og stelpur:

1. Elísabet Þóra Ólafsdóttir, NK

12 ára og yngri strákar:

  1. Barri Björgvinsson, GHD
  2. Baldur Sam Harley, GA
  3. Ágúst Már Þorvaldsson, GA

12 ára og yngri stelpur:

  1. Elva María Jónsdóttir, GK
  2. Viktoría Vala Hrafnsdóttir, GL

14 ára og yngri strákar:

  1. Maron Björgvinsson, GHD
  2. Þórhallur Árni Höskuldsson, GR
  3. Loftur Snær Orrason, GR

14 ára og yngri stelpur:

  1. Magnea Ósk Bjarnadóttir, GHD
  2. Ásdís Rún Hrafnhildardóttir, GM
  3. Sara Pálsdóttir, NK

15 – 18 ára og yngri strákar:

  1. Örn Snævar Alexandersson, GK
  2. Jón Áki Kárason, GK

15 – 18 ára og yngri stúlkur:

  1. Íris Ósk Sigurþórsdóttir, NK
  2. Ingibjörg Brynjarsdóttir, NK
  3. María Svanfríður Malmquist, NK

Skor og úrslit eru hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ