Auglýsing

Fjórir keppendur frá Íslandi taka þátt á European Young Masters sem fram fer í Finnlandi dagana 22.-24. júlí.

Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að leiknar verða alls 54 holur í höggleikskeppni eða 18 holur á dag.

Keppt er bæði í einstaklingskeppni (pilta og stúlkna) og liðakeppni

Þrjú bestu skorin telja hvern dag í liðakeppninni. Alls eru 27 lönd skráð til leiks. Golfmótið á sér ríka sögu og er eitt af flottustu mótum ársins fyrir kylfinga í þessum aldursflokki.

Íslenska liðið er þannig skipað:

Helga Signý Pálsdóttir, GR
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR
Skúli Gunnar Ágústsson, GA
Veigar Heiðarsson, GA

Keppnin fer fram á Vierumäki Golf Club (Cooke course) sem er í tæplega tveggja klukkutíma fjarlægð frá flugvellinum í Helsinki. Völlurinn var opnaður árið 2006 og hefur haldið mörg stór golfmót á síðustu árum. Hann er 6411 metrar af meistarateigum karla og 5219 metrar af meistarateigum kvenna, par 72.

Nánar um mótið hér:

<strong>Helga Signý Pálsdóttir Myndsethgolfis <strong>
<strong>Perla Sól Sigurbrandsdóttir Myndsethgolfis <strong>
<strong>Skúli Gunnar Ágústsson Myndsethgolfis<strong>
<strong>Veigar Heiðarsson Myndsethgolfis <strong>

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ