Auglýsing

Unglingamótaröð GSÍ 2024 hefst í lok maí og er mótaröðin fyrir kylfinga á aldrinum 15-18 ára.

Keppt verður í einum aldursflokki á Unglingamótaröðinni á þessu tímabili og fleiri mót eru í boði en áður.

Einnig er keppt um Stigameistaratitla og Íslandsmeistaratitla í höggleik og holukeppni í aldursflokkunum 15-16 ára og 17-18 ára.

Eitt af markmiðum Unglingamótaraðarinnar er að gefa bestu kylfingum landsins 18 ára og yngri fleiri tækifæri á stigasöfnun á heimslista áhugakylfinga.

Fyrsta mót tímabilsins er í lok júní en mótin eru öll 54 holur og verður niðurskurður eftir tvo hringi í hverju höggleiksmóti. Með því að fækka aldursflokkum gefast jafnframt fleiri tækifæri fyrir þátttöku forgjafarhærri kylfinga á Unglingamótaröðinni. 

Keppt er í stúlkna- og piltaflokki og er hámarksforgjöf í báðum flokkum 20.0. 

25.-26. maí Unglingamótaröðin GSG Sandgerði
6.-8. júní Unglingamótaröðin GKG Kópavogur/Garðabær
30.-31. júlí  Unglingamótaröðin GK Hafnarfjörður 
16.-18. ágúst Íslandsmótið í höggleik  GM Mosfellsbær
24.-26. ágúst Íslandsmótið í holukeppni GSG Sandgerði
31. ágúst-1.sept. Unglingamótaröðin Ekki ákveðið Ekki ákveðið
7.-8. sept. Unglingamótaröðin GR Reykjavík

Ef smellt er á myndina þá opnast Hlaðvarpsþáttur þar sem að Ólafur Björn Loftsson afreksstjóri GSÍ fer yfir helstu áherslur og breytingar á Unglingamótaröð GSÍ 2024.

Þátturinn er einnig í heild sinni hér fyrir neðan.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ