Auglýsing

Á tímabilinu 2024 verða áherslubreytingar í mótahaldi GSÍ fyrir kylfinga 14 ára og yngri. Lögð verður meiri áhersla á skemmtilega viðburði samhliða einstaklingskeppni.

Markmiðið er að gera golfíþróttina enn skemmtilegri fyrir yngsta aldurshópinn og draga úr áherslum á afreksvæðingu. Lögð verður áhersla á að upplifun kylfinga verði jákvæð, keppendur taki þátt á sínum forsendum og keppendur fái tækifæri að kynnast fjölbreyttu leikfyrirkomulagi. Eitt stærsta markmiðið er að fleiri kylfingar taki virkan þátt í þessum aldursflokki.

Golf 14 er ekki mótaröð og þar er ekki stigalisti. Alls eru 6 mót og viðburðir á dagskrá. Það er ekki gerð krafa um að keppendur taki þátt á öllum mótum. Íslandsmótið í höggleik fer fram dagana 17.-18. ágúst hjá Nesklúbbnum.

Dagana 30.-31. júlí er á dagskrá nýr viðburður sem ber nafnið „Golfhátíð á Akranesi.“ Markmiðið er að ná 11-14 ára kylfingum frá öllu landinu saman. Á golfhátíðinni verða fremstu golfþjálfarar landsins ásamt afrekskylfingum. Dagskrá hátíðarinnar verður frábrugðin því sem þekkist í hefðbundnu golfmóti en lögð er áhersla á að allir geti tekið þátt óháð getustigi. Golfhátíðin á Akranesi verður vel kynnt þegar nær dregur.

Í júní verða Golf 14 viðburðir haldnir samtímis á Suður- og Norðurlandi þar sem keppt verður í liðakeppni.

Í hlaðvarpsþættinum hér fyrir neðan er Golf14 útskýrt enn betur þar sem rætt er við Ólaf Björn Loftsson afreksstjóra GSÍ:

DagsetningVöllurHvar á landinu?
6.-7. júníGolf 14GKGKópavogur/Garðabær
19. júní  Golf 14GOS/GHGSelfoss/Hveragerði
20.  júní Golf 14GSSSauðárkrókur
30.-31. júlí Golf 14GLAkranes
17.-18. ágústGolf 14 – ÍslandsmótNKSeltjarnarnes
24.-26. ágústGolf 14 – Íslandsmót í holukeppniGSGSandgerði
7.-8. septemberGolf 14 GRReykjavík

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ