/

Deildu:

Ragnhildur Kristinsdóttir og Logi Sigurðsson, Íslandsmeistarar í golfi 2023.
Auglýsing

Heildstæð endurskoðun og greining á mótahaldi Golfsambands Íslands fór fram í vetur – og á keppnistímabilinu 2024 verða ýmsar áherslubreytingar settar í framkvæmd.

Móthaldið er aðlagað með þeim hætti að það henti þörfum hvers hóps.

Á meðal markmiða við þá vinnu má nefna að gætt var að því að stærstu mótin á GSÍ mótaröðinni skarist ekki á við sterk alþjóðleg áhugamannamót, ungir keppendur fá aukin tækifæri til stigasöfnunar á heimslista áhugamanna. Reynslumiklir leikmenn fá aukin möguleika til þess að taka þátt með tilliti til fjölskyldu og vinnu. Og í yngsta aldurshópnum er gætt að því að afreksvæðing hefjist ekki of snemma – og spennandi nýir viðburðir verða í boði fyrir kylfinga sem eru 14 ára og yngri.

Í hlaðvarpsþætti GSÍ sem kom út í dag fer Ólafur Björn Loftsson yfir helstu áherslurnar í mótahaldi sumarsins.

Mótaskrá GSÍ 2024 er í heild sinni hér:

Í þessum hlekk er hægt að hlusta á þáttinn:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ