Auglýsing

Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús eru allir á meðal keppenda á Challenge de España mótinu sem fram fer á Real Club í Sevilla á Spáni

Mótið hefst fimmtudaginn 9. maí og því lýkur sunnudaginn 12. maí.

Mótið er hluti af Challenge Tour mótaröðinni, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í karlaflokki í Evrópu.

Haraldur Franklín hefur tekið þátt á fimm mótum á tímabilinu en hans besti árangur á árinu er 9. sæti á móti sem fram fór í Abú Dabí í lok apríl. Nánar hér.

Guðmundur Ágúst og Axel eru að leika á sínu þriðja móti á tímabilinu á þessari mótaröð. Sjá nánar hér með árangur Guðmundar, og hér með árangur Axels.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

Alls eru 29 mót á Challenge Tour á þessu tímabili og er mótið á Spáni það níunda á þessu tímabili.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ