Fyrsta mót tímabilsins á Unglingamótaröð GSÍ 2024 fór fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði dagana 25.-26. maí.
Mótaröðin fyrir kylfinga á aldrinum 15-18 ára og hófu 71 leikmenn keppni, 42 piltar og 29 stúlkur.
Aðstæður voru krefjandi og var fyrsta umferð mótsins var felld niður vegna veðurs – en leiknar voru alls 36 holur á tveimur keppnisdögum.
Úrslit í 15-18 ára flokki stúlkna:
1. Auður Bergrún Snorradóttir, GM 154 högg (+10) (84-70)
2. Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM 156 högg (+12) (80-76)
3.-4. Eva Fanney Matthíasdóttir, GKG 158 högg (+14) (82-76)
3.-4. Eva Kristinsdóttir, GM 158 högg (+14) (80-78)
Úrslit í 15-18 ára flokki pilta:
1. Veigar Heiðarsson, GA 140 högg (-4) (71-69)
2. Guðjón Frans Halldórsson, GKG 141 högg (-3) (73-68)
3. Arnar Daði Svavarsson, GKG 146 högg (+2) (75-71)
Keppendur mótsins komu frá alls 12 klúbbum. Flestir komu frá GKG eða 18 alls, GM var 15, GK 9 alls og GR alls 8.
| Stúlkur | Piltar | Samtals | |||
| 1 | GKG | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 7 | 11 | 18 |
| 2 | GM | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 8 | 7 | 15 |
| 3 | GK | Golfklúbburinn Keilir | 2 | 7 | 9 |
| 4 | GR | Golfklúbbur Reykjavíkur | 5 | 3 | 8 |
| 5 | GA | Golfklúbbur Akureyrar | 3 | 4 | 7 |
| 6 | NK | Nesklúbburinn | 0 | 4 | 4 |
| 7 | GS | Golfklúbbur Suðurnesja | 1 | 2 | 3 |
| 8 | GL | Golfklúbburinn Leynir | 0 | 3 | 3 |
| 9 | GOS | Golfklúbbur Selfoss | 0 | 1 | 1 |
| 10 | GSS | Golfklúbbur Skagafjarðar | 1 | 0 | 1 |
| 11 | GHD | Golfklúbburinn Hamar Dalvík | 0 | 1 | 1 |
| 12 | GSE | Golfklúbbur Setbergs | 1 | 0 | 1 |
Keppt verður í einum aldursflokki á Unglingamótaröðinni á þessu tímabili og fleiri mót eru í boði en áður.
Einnig er keppt um Stigameistaratitla og Íslandsmeistaratitla í höggleik og holukeppni í aldursflokkunum 15-16 ára og 17-18 ára.
Eitt af markmiðum Unglingamótaraðarinnar er að gefa bestu kylfingum landsins 18 ára og yngri fleiri tækifæri á stigasöfnun á heimslista áhugakylfinga.
Fyrsta mót tímabilsins er í lok maí en mótin eru öll 54 holur og verður niðurskurður eftir tvo hringi í hverju höggleiksmóti. Með því að fækka aldursflokkum gefast jafnframt fleiri tækifæri fyrir þátttöku forgjafarhærri kylfinga á Unglingamótaröðinni.
Keppt er í stúlkna- og piltaflokki og er hámarksforgjöf í báðum flokkum 20.0.
| 25.-26. maí | Unglingamótaröðin | GSG | Sandgerði |
| 6.-8. júní | Unglingamótaröðin | GKG | Kópavogur/Garðabær |
| 30.-31. júlí | Unglingamótaröðin | GK | Hafnarfjörður |
| 16.-18. ágúst | Íslandsmótið í höggleik | GM | Mosfellsbær |
| 24.-26. ágúst | Íslandsmótið í holukeppni | GSG | Sandgerði |
| 31. ágúst-1.sept. | Unglingamótaröðin | Ekki ákveðið | Ekki ákveðið |
| 7.-8. sept. | Unglingamótaröðin | GR | Reykjavík |
Ef smellt er á myndina þá opnast Hlaðvarpsþáttur þar sem að Ólafur Björn Loftsson afreksstjóri GSÍ fer yfir helstu áherslur og breytingar á Unglingamótaröð GSÍ 2024.
Þátturinn er einnig í heild sinni hér fyrir neðan.

e
