Lárus Ingi Antonsson, GA, stigameistari í flokki 19-21 árs 2021 á unglingamótaröð GSÍ. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Lárus Ingi Antonsson, GA, er stigameistari 2021 í flokki 19-21 árs á unglingamótaröð GSÍ.

Lárus Anton tók þátt á fjórum mótum af alls fimm.

Hann sigraði á tveimur þeirra og þar á meðal Íslandsmótinu í holukeppni. Hann varð annar á einu móti og 8. á Íslandsmótinu í golfi 2021.

Tómas Eiríksson Hjaltested, GR, varð annar á stigalistanum en hann tók þátt á þremur mótum og varð í 2. sæti á tveimur þeirra og 3. sæti á einu.

Kjartan Óskar Guðmundsson, Nesklúbbnum, varð þriðji á stigalistanum í flokki 19-21 árs.

Alls tóku 30 kylfingar þátt á stigamótaröð 19-21 árs á þessu ári.

Stigalisti 19-21 árs piltar:

<strong>Tómas Eiríksson Hjaltested GR og Anton Ingi Leifsson GA Myndsethgolfis<strong>

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ