GSÍ fjölskyldan
María Eir Guðjónsdóttir, GM, stigameistari í flokki 17-18 ára 2021. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

María Eir Guðjónsdóttir, GM, er stigameistari 2021 í flokki 17-18 ára á unglingamótaröð GSÍ e miki spenna var um efsta sætið.

María Eir tók þátt á öllum fimm mótum tímabilsins. Hún sigraði á tveimur þeirra og þar á meðal á Íslandsmótinu í golfi 2021. María Eir varð önnur á hinum þremur mótum tímabilsins.

Katrín Sól Davíðsdóttir, GM, varð önnur á stigalistanum en hún sigraði einnig á tveimur mótum – og þar af var annað þeirra á Íslandsmótinu í holukeppni. Hún varð önnur á tveimur mótum og í þriðja sæti á einu þeirra.

Nína Margrét Valtýsdóttir, GR, varð þriðja á stigalistanum í þessum aldursflokki. Hún lék á öllum fimm mótunum og sigraði á einu þeirra.

Alls tóku 8 kylfingar þátt á stigamótaröð 17-18 ára stúlkna á þessu ári.

Stigalisti 17-18 árs stúlkur:

María Eir Guðjónsdóttir, GM, stigameistari 2021 í flokki 17-18 ára. Mynd/seth@golf.is
Katrín Sól Davíðsdóttir, GM, María Eir Guðjónsdóttir, GM og Nína Margrét Valtýsdóttir, GR. Mynd/seth@golf.is

Stigalisti 17-18 árs stúlkur:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ