Markús Marelsson á Íslandsmótinu í golfi 2023 á Urriðavelli. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Markús Marelsson hefur á undanförnum vikum látið mikið að sér kveða á Global Junior unglingamótaröðinni.

Mótaröðin er þekkt stærð hjá afrekskylfingum í Evrópu en á mótaröðinni er keppt í ýmsum aldursflokkium hjá piltum og stúlkum. Á Global Junior unglingamótaröðinni er keppt í fjórum aldursflokkum, 14 ára og yngri, 16 ára og yngri, 18 ára og yngri og 23 ára og yngri.

Eitt slíkt mót fór fram s.l. sumar hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Mótaröðin gefur efnilegum kylfingum tækifæri til þess að bæta stöðu sína á heimslista áhugakylfinga – og hefur Markús tekið mikið stökk upp þann lista á undanförnum vikum. Hann fór upp um 990 sæti þegar listinn var uppfærður í síðustu viku.

Smelltu hér fyrir heimslistann í heild sinni:

Markús sigraði á Lübker Juniors International 2023 sem fram fór á samnefndum golfvelli í Danmörku 8.-10. október s.l. Þar lék hann hringina þrjá á 6 höggum undir pari samtals (71-70-69).

Smelltu hér fyrir heildarúrslit í Lübker.

Markús sigraði einnig á Dresden Juniors International mótinu sem fram fór dagana 19.-22. október á samnefndum velli í Þýskalandi. Þar lék hann á -5 samtals eða 214 höggum á þremur keppnisdögum (70-73-71).

Smelltu hér fyrir heildarúrslit í Dresden.

Á Magix Moments Juniors International mótinu í Þýskalandi sem fram fór dagana 24.-27. október í Radeberg í Þýskalandi varð Markús jafn í öðru sæti á -3 samtals eða 216 höggum (74-69-73).

Smelltu hér fyrir heildarúrslit í Radeberg.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ