Arnar Már Ólafsson stjórnarmaður PGA á Íslandi, Hafrún Kristjánsdóttir prófessor við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík, og Steinn Baugur Gunnarsson PGA kennari. Mynd/HR.
Auglýsing


PGA á Íslandi og Háskólinn í Reykjavík hafa gert með sér samstarfssamning til næstu tveggja ára.

Með samningnum mun PGA geta nýtt sér aðstöðu háskólans til kennslu á skólahelgum PGA-golfkennaraskólans auk þess að geta nýtt sér íþróttabúnað og tæki íþróttafræðideildar HR.

Þetta kemur fram í tilkynningu:

Fjölmörg tækifæri eru til spennandi rannsókna í golfíþróttinni, t.d. varðandi frammistöðutengda þætti kylfinga og mögulega heilsuávinninga golfiðkunar. Mun tenging PGA og HR gegna mikilvægu hlutverki í því samhengi á næstu misserum. Undirbúningsvinna er í fullum gangi á spennandi rannsókn tengdri hugarfari og hugsanamynstri kylfinga og tengsl þessara þátta við árangur og mun PGA-skólinn hafa aðkomu að þeirri rannsókn.

Með samningnum munu einnig skapast tækifæri fyrir PGA á Íslandi til að óska eftir að nytsamleg lokaverkefni sem nýtast PGA á Íslandi verði unnin af nemendum í íþróttafræðideild HR.

Þekking PGA mun einnig nýtast HR að öðru leyti þar sem starfsfólk skólans verður í forgangi þegar kemur að golfkennslu golkennaranema PGA skólans-á skólahelgum í PGA-náminu næstu tvö árin.

PGA er stolt af því að tengja PGA-skólann við fræðasamfélagið og þá sérstaklega Háskólann í Reykjavík. HR er gríðarlega öflugur háskóli þegar kemur að rannsóknum og er skólinn einn af fremstu ungu háskólum í heiminum með 5.000 nemendur eða færri.

PGA á Íslandi og HR munu leita leiða til að efla samstarfið enn frekar í framtíðinni.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ