Golfsamband Íslands

Tölfræði ÍSÍ 2019: Golf er næst stærsta íþróttin á Íslandi

Golfíþróttin er önnur stærsta íþróttagrein Íslands samkvæmt tölfræði ÍSÍ frá árinu 2019.

Íþrótta iðkendur innan ÍSÍ voru 108.705 árið 2019, sem jafngildir því að 30,3% landsmanna stundi íþróttir með íþróttafélögum innan ÍSÍ.

Fjölmennasta íþróttagreinin er knattspyrna með tæplega 30.000 iðkanir en golfíþróttin kemur þar á eftir með 21.215 iðkanir.

Í þessari tölfræði er unnið með gögn sem íþrótta- og ungmennafélög innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) skiluðu rafrænt á árinu 2020 í gegnum Felix – félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ. Hafa ber í huga að þetta eru því tölur frá árinu 2019.

Eins og áður hefur komið fram var á árinu 2020 um 11% aukning félagsmanna í golfklúbbum á Íslandi – og er sú aukning ekki í þessari tölfræðisamantekt ÍSÍ frá árinu 2019.

Kylfingar á Íslandi hafa aldrei verið fleiri en nú. Þann 1. júlí 2020 voru 19.726 félagsmenn skráðir í golfklúbba víðs vegar um landið. Þetta er aukning um rúmlega 1900 kylfinga frá því í fyrra eða sem nemur 11% aukningu.

Iðkun segir til um fjölda iðkenda í hverju félagi, íþróttagrein eða innan íþróttahéraðs. Hver einstaklingur getur verið iðkandi í mörgum greinum og jafnvel er hægt að telja sama einstaklinginn oftar en einu sinni í hverri íþróttagrein, svo framarlega sem hann stundar greinina með fleiri en einu félagi. Við vinnslu tölfræði þá bara verið að vinna með iðkun (iðkanir).

Hér má sjá tölfræðisamantekt ÍSÍ frá upphafi:

Hér má sjá myndræna tölfræði frá ÍSÍ (2019)

Iðkandi (iðkendur)
Hver einstaklingur getur aðeins einu sinni verið talinn sem iðkandi innan hvers mengis. Þegar miðað er við t.d. þjóðskrá telur hver einstaklingur aðeins einu sinni. Þó svo að viðkomandi einstaklingur geti verið skráður fyrir fleiri en einni iðkun þá telur hann þannig eingöngu sem einn iðkandi.

Iðkun (iðkanir)
Iðkun segir til um fjölda iðkenda í hverju félagi, íþróttagrein eða innan íþróttahéraðs. Hver einstaklingur getur verið iðkandi í mörgum greinum og jafnvel er hægt að telja sama einstaklinginn oftar en einu sinni í hverri íþróttagrein, svo framarlega sem hann stundar greinina með fleiri en einu félagi. Við vinnslu tölfræði þá bara verið að vinna með iðkun (iðkanir).

Í þessari tölfræði er unnið með gögn sem íþrótta- og ungmennafélög innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) skiluðu rafrænt á árinu 2020 í gegnum Felix – félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ.

Um er að ræða gögn um iðkun íþrótta árið 2019 og voru þau sótt í gagnagrunn Felix í september 2020.

Gögn voru greind í Microsoft Excel og Power BI. Unnið var með eina heildarskrá sem innihélt
fjölmargar breytur þar sem einstaklingur getur verið skráður með margar iðkanir (stundar fleiri en eina íþróttagrein) á sama ári.

Tölfræði ÍSÍ er byggð á gögnum úr starfsskýrslum og hefur ÍSÍ yfir að ráða gögnum, greinanleg á
einstaklinga, allt aftur til ársins 1994. Um er að ræða einstæð gögn enda er ekki vitað til að nokkur önnur þjóð hafi safnað saman gögnum um íþróttaiðkun sem hægt er að greina með þessum hætti.

Exit mobile version