Auglýsing

Þrír íslenskir atvinnukylfingar tóku þátt á LET Evrópumótaröð kvenna, sterkustu atvinnumótaröð Evrópu á tímabilinu 2020 sem lauk um síðustu helgi á Spáni.

Emily Kristine Pedersen frá Danmörku sigraði með yfirburðum í stigakeppninni á þessu tímabili.

Pedersen sigraði á sínu fyrsta móti á LET Evrópumótaröðinni árið 2015. Það var eini sigur hennar þar til að hún sigraði á móti í Tékklandi í lok ágúst á þessu ári. Þá tók við mikil sigurhrina hjá þeirri dönsku. Hún sigraði á fjórum síðustu mótunum á LET Evrópumótaröðinni á þessu ári – og er alls með 6 sigra á ferlinum.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) og Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) voru báðar með keppnisrétt á LET mótaröðinni en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) var með takmarkaðan keppnisrétt.

Keppnistímabilið 2020 var óvenjulegt í alla staði vegna Covid-19 og mun færri mót fóru fram en áætlanir gerðu ráð fyrir. Valdís Þóra gat ekki tekið þátt á lokamótunum vegna meiðsla.

Guðrún Brá lék á alls 8 mótum á tímabilinu, Valdís Þóra lék á 3 og Ólafía Þórunn lék á 2 mótum.

Vegna Covid-19 ástandsins verður engin breyting gerð á keppnisrétti kylfinga á næsta tímabili.

Valdís Þóra og Guðrún Brá verða því báðar með fullan keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni og Ólafía Þórunn verður áfram með takmarkaðan keppnisrétt – en hún er einnig með keppnisrétt á Symetra atvinnumótaröðinni Í Bandaríkjunum líkt og Valdís Þóra Jónsdóttir. 

Valdís Þóra endaði í 88. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar 2020, Ólafía Þórunn endaði í 122. sæti og Guðrún Brá í 127. sæti.

LET Evrópumótaröðin heldur utan um ýmsa tölfræði hjá keppendum á mótaröðinni og hér fyrir neðan má sjá hvar íslensku kylfingarnir enduðu í hverjum tölfræðiþætti fyrir sig. 

Högglengd

Valdís Þóra Jónsdóttir er á meðal þeirra högglengstu á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Emma Cabrera-Bello frá Spáni er sú högglengsta en hún var með 285 metra að meðaltali í þeim upphafshöggum sem mæld voru á LET Evrópumótaröðinni á síðasta keppnistímabili. Valdís Þóra er í 12. sæti á þessum lista með rétt tæplega 267 metra að meðaltali.

SætiNafn ÞjóðerniMetrar að meðaltali
1.Emma Cabrera-BelloSpánn285,13 metrar.
12. Valdís Þóra Jónsdóttir Ísland 266, 81 metrar.
70. Ólafía Þórunn KristinsdóttirÍsland 253, 50 metrar.
112.Guðrún Brá Björgvinsdóttir Ísland 248, 22 metrar.

Hittar brautir á par 4 og par 5 holum

SætiNafn Þjóðerni%
1.Maria HernandezSpánn88,11
20. Guðrún Brá BjörgvinsdóttirÍsland 75,80 %
52. Ólafía Þórunn KristinsdóttirÍsland 71,64 %
194.Valdís Þóra JónsdóttirÍsland 50%

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er á meðal 20 efstu í Evrópu á þessu sviði. Hún hittir brautir í upphafshöggum sínum í rétt tæplega 76% tilvika. Maria Hernandez frá Spáni er efst á þessu sviði með 88%.

Bjarga pari“ úr glompu – Sandsaves

SætiNafn Þjóðerni%
1.Stephanie NaÁstralía90%
44. Valdís Þóra JónsdóttirÍsland 53,33 %
113. Guðrún Brá BjörgvinsdóttirÍsland 28,57 %
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var ekki með tölfræði í þessum flokki:

Pútt að meðaltali á 18 holum

Valdís Þóra er á meðal 15 efstu á þessum lista á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu.

SætiNafn ÞjóðerniPútt að meðaltali
1.Mimmi BergmanSvíþjóð28,33
14. Valdís Þóra JónsdóttirÍsland 29,44
66. Ólafía Þórunn KristinsdóttirÍsland 30,60
167.Guðrún Brá BjörgvinsdóttirÍsland 32,31

Hér nær Valdís Þóra að vera á meðal 15 efstu á sterkustu mótaröð Evrópu. Mimmi Bergman frá Svíþjóð var með 28,33 pútt að meðaltali sem var besta tölfræðin á árinu 2020. Valdís Þóra er með 29,44 pútt að meðaltali. Athygli vekur að Emily Kristine Pedersen frá Danmörku er í sæti nr. 46 á þessum lista með 30,28 pútt að meðaltali.

Hittar flatir í tilætluðum höggafjölda – Regulation

1. högg á par 3 holu
2. högg á par 4 holu
2. eða 3. högg á par 5 holu

Í þessum tölfræðiflokki nær Ólafía Þórunn að vera á meðal 50 efstu. Cara Gainer frá Englandi er með glæsilega tölfræði og er efst. Hún hittir flatir í tilætluðum höggafjölda í 8,5 skipti af hverjum 10 tilraunum. Ólafía Þórunn er með 71% hlutfall í hittum flötum.

SætiNafn Þjóðerni%
1.Cara GainerEngland85,19
46. Ólafía Þórunn KristinsdóttirÍsland 71,11
98. Guðrún Brá BjörgvinsdóttirÍsland 65,97
136.Valdís Þóra JónsdóttirÍsland 62,96

Skor að meðaltali

Ólafía Þórunn er hér á meðal 20 efstu með 71,6 högg að meðaltali. Atthaya Thitikul frá Taílandi er með besta meðalskorið eða 69,5 högg að meðaltali. Emily Kristine Pedersen frá Danmörku er í 2. sæti með 70,4 högg að meðaltali.

SætiNafn ÞjóðerniHögg 18 holur meðaltal
1.Atthaya ThitikulTaíland69,50
13. Ólafía Þórunn KristinsdóttirÍsland 71,60
59. Valdís Þóra JónsdóttirÍsland 73,00
152.Guðrún Brá BjörgvinsdóttirÍsland 75,25
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Photo by Arnaldur Halldórsson / 2019.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Photo by Arnaldur Halldórsson / 2019.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Photo by Arnaldur Halldórsson / 2019.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ