Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Fimm íslenskir kylfingar hófu leik í gær á Nordic Golf atvinnumótaröðinni. Mótið fer fram á PGA Catalunya Resort rétt við Barcelona á Spáni. Mótið er hluti af Ecco mótaröðinni sem er samstarfsverkefni sérsambanda á Norðurlöndunum og er mótaröðin í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu.

Haraldur Franklín Magnús úr GR lék á -2 á fyrsta hringnum eða 70 höggum og er hann í 13. sæti af alls 130 keppendum. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék á 71 höggi eða -1 og er Íslandsmeistarinn í 23. sæti. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR lék einnig á 71 höggi. Andri Þór Björnsson var á +4 eða 76 höggum og Axel Bóasson úr GK á 82 höggum +10.

Mótið heitir Mediter Real Estate Masters.  Andri Þór og Axel eru báðir með keppnisrétt á þessari mótaröð eftir úrtökumótið s.l. haust.

Nánari upplýsingar hér:

Screen Shot 2017-02-15 at 8.34.24 AM

Screen Shot 2017-02-15 at 8.35.42 AM


Screen Shot 2017-02-15 at 8.36.29 AM
Screen Shot 2017-02-15 at 8.36.44 AM

Screen Shot 2017-02-15 at 8.36.58 AM

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ