Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er mætt til Ástralíu þar sem hún mun leika á ISPS Handa mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Keppt er á The Royal Adelaide í Suður-Ástralíu en par vallarins er 73 högg. Völlurinn er 6,681 stikur eða um 6,100 metrar að lengd.

Heildarverðlaunféð á mótinu er 1,3 milljónir dalir eða um 160 milljónir kr. Verðlaunféð er það sama og á Pure Silk mótinu sem var fyrsta mót ársins 2017 og fór fram á Bahamas. Þetta er í sjötta sinn sem ISPS-Handa mótið fer fram á þessum stað.

Ólafía Þórunn endaði í 69.-72. sæti á fyrsta móti ársins á Bahamas og fékk hún 2.800 dollara í verðlaunafé eða sem nemur 330.000 kr.

Nánari upplýsingar um mótið hér: 

Sigurvegarar ISPS Handa:

2016
Haru Nomura, Japan.
69 – 68 – 70 – 65 = 272 (-16)

2015
Lydia Ko, Nýja-Sjáland.
70 – 70 – 72 – 71 = 283 (-9)

2014
Karrie Webb, Nýja-Sjáland.
71 – 69 – 68 – 68 = 276 (-12)

2013
Jiyai Shin, Suður-Kórea.
65 – 67 – 70 – 72 = 274 (-18)

2012
Jessica Korda, Bandaríkin.
72 – 70 – 73 – 74 = 289 (-3)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ