/

Deildu:

Þórður Rafn Gissurarson.
Auglýsing

Það er nóg um að vera hjá Íslandsmeistaranum í golfi karla, Þórði Rafni Gissurarsyni úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Þórður Rafn hóf leik í dag á móti á ProGolf atvinnumótaröðinin í Marokkó. Mótaröðin er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu á eftir Áskorendamótaröðinni og sjálfri Evrópumótaröðinni.

Hægt er að fylgjast með gangi mála hér:

Þórður lék gott golf á síðasta móti sem fram fór í þessari viku. Þar lék hann hringina þrjá á -9 samtals og endaði í 16. sæti. Mótið sem hefst í dag er sjötta mótið á tímabilinu hjá Þórði. Hann hefur fjórum sinnum komist í gegnum niðurskurðinn og endað á meðal 20 efstu. Besti árangur hans er 13. sæti á tímabilinu. Hann er sem stendur í 31. sæti á stigalistanum á ProGolf mótaröðinni. Efstu sætin á þessum stigalista tryggir keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni.

Screenshot (38)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ