Þórður Rafn Gissurarson.
Auglýsing

Þórður Rafn Gissurarson lék á einu höggi undir pari samtals á ProGolf atvinnumótaröðinni sem fram fer í Marokkó. Þórður lék lokahringinn á 74 höggum eftir að hafa leikið fyrstu tvo hringina á 70 og 71 höggi. Hann endaði í 28. sæti og var ellefu höggum frá efsta sætinu en franskur kylfingur stóð uppi sem sigurvegari.

Þetta var sjötta mótið hjá Þórði á þessu tímabili á ProGolf mótaröðinni en mótaröðin er í hópi þriðju sterkustu atvinnumannadeilda í Evrópu á eftir Áskorendamótaröðinni og sjálfri Evrópumótaröðinni.

Screenshot (9)

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ