Þórður Rafn Gissurarson.
Auglýsing

Þórður Rafn Gissurarson lék alla þrjá hringina undir pari vallar á ProGolf atvinnumótaröðinni sem fram fer í Marokkó þessa dagana. GR-ingurinn lék lokahringinn á 71 höggi eða -1 og samtals lék hann hringina þrjá á -9 (69-67-71). Þórður endaði í 16. sæti ásamt fleiri kylfingum en Írinn Rory McNamara sigraði á -16 samtals með frábærum lokahring þar sem hann lék á 63 höggum eða -9.

Það er stutt í næsta mót hjá Þórði sem er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi. Hann fær einn æfingadag áður en næsta keppnistörn hefst á þessari mótaröð sem er í hópi atvinnumótaraða sem eru í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu.

„Það voru fullkomnar aðstæður til að skora völlinn en því miður var ég ekki að nýta mér það. Var frekar pirrandi að setja ekkert í en hinsvegar var ég ekki að setja mig í almennileg færi. Næsta mót er eftir tvo daga. Æfingahringur á morgun þannig að það er nóg að gera,“ skrifar Þórður á fésbókarsíðu sína.

Lokastaðan:

Screenshot (50)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ