Þórður Rafn Gissurarson.
Auglýsing

Þórður Rafn Gissurarson, Íslandsmeistari í golfi 2015, hefur leik á fimmtudaginn á Áskorendamótaröðinni í golfi – sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í Evrópu. Þórður Rafn fékk boð um að taka þátt á mótinu sem fram fer í Egyptalandi en hann er með keppnisrétt á ProGolf mótaröðinni sem er í hópi atvinnudeilda í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu.

Þórður verður í ráshóp með tveimur hollenskum kylfingum fyrstu tvo keppnisdagana áður en fækkað verður í keppendahópnum fyrir lokahringina tvo. Mótinu lýkur á sunnudaginn. Á fésbókarsíðu sinni skrifar Þórður eftirfarandi:

[pull_quote_right]„Á morgun tek ég þátt í mínu fyrsta Challenge Tour móti, Red Sea Egyptian Challenge. Hef leik kl. 6.50 af fyrsta teig og spila með tveimur Hollendingum. Það er mikil spenna fyrir þessu móti. Völlurinn er í flottu standi og öll umgjörð til fyrirmyndar. 35 gráður og sól spáð allan tímann. Ekkert nema gaman!“[/pull_quote_right]

Þórður hefur leik kl. 4.50 að íslenskum tíma en 6.50 á staðartíma í Egyptalandi.

Þetta er í fyrsta sinn sem GR-ingurinn fær tækifæri á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, en Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er með keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur verður ekki með á þessu móti en hann mun fá mun fleiri mót á þessu tímabili en á undanförnum árum.

 

Hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu Challenge Tour. 

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ