Auglýsing

Áskorendamótaröðin fer fram hjá Golfklúbbi Reykjavíkur þann 13. júlí. Leiknar verða 9 holur á Landinu og er yfirskrift mótsins „Það er gaman í golfi.” Mótið er það þriðja á tímabilinu en leikfyrirkomulag mótaraðarinnar er eftir alþjóðlegri fyrirmynd mótaraðar fyrir ungra kylfinga.

Þessi mótaröð er hugsuð sem fyrstu skref og stuðningur við keppnisþátttöku ungra kylfinga. Markmiðið er að hafa gaman og aðaláherslan lögð á að læra leikinn og mismunandi leikform hans. Þjálfarar, liðstjórar og foreldrar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í að gera þessi mót sem skemmtilegust fyrir þátttakendur með leiðbeinandi og jákvæðu hugarfari í kringum mótin.

Skráning er hafin – smelltu hér eða á myndina hér fyrir neðan.

Helstu atriði sem lagt verður upp með:

· ● Ræst verður út frá kl. 8:00

· ● Kylfuberar eru leyfðir, Sjá almennar reglur um kylfubera.

· ● Höggleiks afbrigði: eftir 9 högg er skylda að taka upp og skrifa 10 högg.

· ● Fallreitur skal vera flatarmegin þegar slegið er yfir vítasvæði.

· ● Ef bolti týnist er lausnin eins og um vítasvæði væri að ræða. Eitt högg í víti þar sem boltinn fór inn í runna eða þ.h. og leikið áfram.

· ● Mótið er ekki stigamót

· ● Þeim kylfingum sem kjósa að leika til forgjafar er heimilt að flytja sig upp um flokk.

· ● Þeir kylfingar sem leika í flokki 10 ára og yngri leika ekki til forgjafar.

Keppt verður í eftirfarandi aldursflokkum bæði hjá stelpum og strákum:

· ● 10 ára og yngri – 9 holur með höggleiks afbrigði, án forgjafar – gull teigar

· ● 12 ára og yngri – 9 holur með höggleiks afbrigði, án forgjafar – gull teigar

· ● 14 ára og yngri – 9 holur með höggleiks afbrigði, án forgjafar – rauðir teigar

· ● 15-18 ára – 9 holur með höggleiks afbrigði, án forgjafar – rauðir teigar

Skráning og þátttökugjald

· Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á www.golf.is fyrir kl.12:00 á þriðjudeginum fyrir mótið. Afskráning skal berast tímanlega á netfangið harpa@grgolf.is.

Þátttökugjald er 2.000,- kr. Innifalið í mótsgjaldi eru 50 boltar í Básum og pylsupartý að móti loknu.

· Völlur mótsins er Landið.

Rástímar og ráshópar

Rástímar verða kynntir fyrir mótið en ræst er út frá kl. 8:00 (eða öðrum tíma sem mótsstjórn kynnir) á mótsdegi. Forráðamenn eru beðnir um að fylgjast með tölvupósti og með mótinu í GolfBox.

Verðlaun og verðlaunaafhending

Allir keppendur mótsins fá viðurkenningarskjal að leik loknum en einnig verða aukaverðlaun veitt fyrir 1. – 3. sæti í báðum flokkum. Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti þá verður leikinn bráðabani. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast verðlaun jafnt á milli þeirra keppenda. Verðlaunaafhending fer fram um leið og leik lýkur í hverjum flokki.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ