Auglýsing

Golfklúbburinn Oddur verður með skemmtilega dagskrá fyrir stúlkur á aldrinum 6-18 ára við golfvöll klúbbsins, Urriðavöll, á öðrum degi Hvítasunnu – mánudaginn 6. júní 2022. PGA kennarar klúbbsins og leikmenn sem eru í æfingahóp stúlknalandsliðs Íslands taka móti gestum frá kl. 11 -14 á þeim degi.

Þorvaldur Þorsteinsson framkvæmdastjóri GO segir að sumarið 2022 verði mikil golfveisla og þar verði Evrópumót stúlknalandsliða einn af hápunktunum en mótið fram fer í byrjun júlí á Urriðavelli.

„Það er mikill heiður fyrir GO að fá að halda EM stúlknalandsliða þar sem að bestu kylfingar 18 ára og yngri frá Evópu keppa um EM titilinn í stúlknaflokki hér í Urriðavatnsdölum í Garðabæ.
Í tengslum við mótið ætlar Golfklúbburinn Oddur í samstarfi við Golfsamband Íslands nota tækifærið til að hvetja ungar stúlkur til golfiðkunar. Við verðum með tvo viðburði núna í júní. Sá fyrri er mánudaginn 6. júní, sem er annar í Hvítasunnu. Þar verður kynning á golfi fyrir stúlkur á aldrinum 6 – 18 ára , frá kl. 11-14. Þar bjóðum við upp á „Snag golf“ og pútt fyrir 6-11 ára á vippsvæði auk kennslu fyrir eldri stúlkur frá 12 ára (grip og sveifla) í æfingabásum. PGA kennarar GO leiðbeina gestum ásamt kylfingum úr æfingahóp stúlknalandsliðsins – sem verða á svæðinu okkur öllum til hvatningar og sýna okkur hvernig spila á golf,“ segir Þorvaldur og bætir við.

„Þann 19. júní, sem er hátíðis- og baráttudagur kvenna á Íslandi, verðum við með mæðgnamót á Ljúflingi frá kl. 10-14. Áætlaður fjöldi í það mót eru 120 keppendur. Þar er markmiðið að fá yngri og eldri kylfinga til að koma saman í skemmtilegt Texas Scramble mót. Keppnisformið er mjög opið þar sem að t.d. ömmur – og langömmur geta leikið með þeim yngri eru. Markmiðið er að þetta verði skemmtilegur dagur og allir fá verðlaun fyrir þátttöku. Við hvetjum allar ungar stúlkur til að kíkja til okkar á annan í Hvítasunnu og hnippa í mömmu eða ömmu til að taka þátt í mótinu á Ljúflingi þann 19. júní.“

Að lokum hvetur Þorvaldur kylfinga landsins til þess að fylgjast vel með bestu kylfingum Evrópu í stúlknaflokki þegar Evrópumót stúlknalandsliða fer fram á Urriðavelli dagana 5.-9. júlí en nánar verður fjallað um það mót á golf.is á næstu vikum.

#elatc2016 #EM2016
Glæsilegt um að litast á Urriðavelli.
Frá Urriðavelli. Mynd/seth@golf.is

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ