Auglýsing

Leirumótið fór fram 3.- 5. júní hjá Golfklúbbi Suðurnesja en mótið er annað í röðinni á tímabilinu á GSÍ mótaröðinni. Keppt var í höggleik í kvenna – og karlaflokki og eru leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum. Golfklúbbur Suðurnesja sá um framkvæmd mótsins.

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR sigraði í kvennaflokki og Hákon Örn Magnússon, einnig úr GR, sigraði í karlaflokki. Lokadagurinn var mjög spennandi þar sem að úrslit réðust á lokaholunum og mjótt var á mununum.

Smelltu hér fyrir lokaskor og úrslit.

Þriðja og lokahringnum í Leirumótinu er lokið með æsispennandi keppni í báðum flokkum. Leikið var við fínar aðstæður á Hólmsvelli í Leiru. Mörg frábær högg sáust í dag og fór m.a. Björn Viktor Viktorsson holu í höggi á 8. braut.

Í karlaflokki var það Hákon Örn Magnússon úr GR sem fór með sigur af hólmi með frábærri spilamennsku í dag á 66 höggum. Samtals spilaði Hákon Örn á 206 höggum eða 10 höggum undir pari. Hann spilaði hringina þrjá á 71-69-66 höggum.

Í öðru sæti endaði Daníel Ísak Steinarsson úr GK, tveimur höggum á eftir, á samtals 208 höggum eða átta högum undir pari. Í þriðja sæti hafnaði Aron Emil Gunnarsson úr GOS á 213 höggum eða þremur höggum undir pari.

Í kvennaflokki var einnig gríðarleg spenna en Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir úr GR hélt efsta sætinu í allan dag og sigraði með minnsta mun á 227 höggum (76-77-74) eða 11 höggum yfir pari. Ragnhildur Kristinsdóttir gerði harða atlögu að efsta sætinu með góðri spilamennsku í dag en hafnaði á endanum i öðru sæti, einu höggi á eftir Jóhönnu Leu (80-76-72) . Anna Júlía Ólafsdóttir úr GKG landaði þriðja sætinu á 231 höggi (77-78-76).

Verðlaunahafar fengu í verðlaun: 1. sæti var gjafabréf frá Courtyard by Marriott Hotel og golfhringir hjá GS. 2. sæti var gjafabréf frá Lighthouse Inn, gjafabréf frá ECCO og golfhringir frá GS. 3. sæti var gjafabréf frá 4×4 Adventures Iceland og golfhringir frá GS.

Lokastaðan í karlaflokki:

Frá vinstri: Daníel Ísak, Hákon Örn og Aron Emil. Mynd/GS.

Hákon Örn Magnússon GR: 206 högg (71-69-66) -10
Daníel Ísak Steinarsson GR: 208 högg (70-66-72) -8
Aron Emil Gunnarsson GOS: 142 högg (70-72-71) -3

Lokastaðan í kvennaflokki:

Frá vinstri: Ragnhildur, Jóhanna Lea og Anna Júlía. Mynd/GS

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR: 227 högg (76-77-74) +11
Ragnhildur Kristinsdóttir GR: 228 högg (80-76-72) +12
Anna Júlía Ólafsdóttir: 231 högg (77-78-76) +15

Björn Viktor Viktorsson á 8. flöt þar sem hann sló draumahöggið í dag. Mynd/VEV.

2. keppnisdagur

Öðrum degi Leirumótsins er lokið. Margir keppendur náðu að bæta skorið sitt frá því í gær enda var veðurblíða í allan dag, sólríkt og smá hafgola.

Daníel Ísak Steinarsson úr Golfklúbbnum Keili stal senunni í dag og spilaði á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Hann byrjaði hringinn af miklum krafti og fékk örn, fugl, par, par og fugl á fyrstu fimm holunum. Daníel Ísak spilaði á 70 höggum í gær og er hann því á 8 höggum undir pari eftir tvo hringi.

Í öðru sæti í karlaflokki er Hákon Örn Magnússon úr GR en hann hefur spilað hringina tvo á 140 höggum eða fjórum undir pari. Hann spilaði hringinn í dag á 69 höggum eða þremur undir pari og endaði hann hringinn á tveimur fuglum. Pétur Jaidee og Logi Sigurðsson eru efstir af heimamönnunum jafnir í 29. sæti á 151 höggi.

Í kvennaflokki er gríðarleg spenna en munurinn á fyrstu 10 keppendunum eru þrjú högg. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir úr GR í efsta sæti eftir að hafa spilað hringina tvo á 153 höggum (76-77) eða 9 höggum yfir pari. Í öðru sæti, einu höggi á eftir Jóhönnu Leu, eru jafnar Arna Rún Kristjánsdóttir úr GM (78-76) og Eva Kristinsdóttir (76-78). Fjóla Margrét úr GS er í baráttunni en hún hefur leikið hringina tvo á 156 höggum og er jöfn í 5. sæti.

Ræst verður út í fyrramálið á síðasta degi mótsins af 1. og 10. teig og verður byrjað að ræsa út kl. 7:30 og síðustu ráshóparnir fara út um tveimur klukkustundum síðar. Við hvetjum alla til að koma út í Leiru og horfa á okkar bestu kylfinga keppa til sigurs í Leirumótinu.

Staðan í karlaflokki eftir tvo hringi:

  1. Daníel Ísak Steinarsson, GK: 136 högg (70-66) -8
  2. Hákon Örn Magnússon, GR: 140 högg (71-69) -4
  3. Kristófer Karl Karlsson GM: 142 högg (71-71) -2

Aron Emil Gunnarsson GOS: 142 högg (70-72) -2

Staðan í kvennaflokki eftir tvo hringi:

  1. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR: 153 högg (76-77) +9
  2. Arna Rún Kristjánsdóttir GM: 154 högg (78-76) +10
  3. Eva Kristinsdóttir GM: 154 högg (76-78) +10

1. keppnisdagur:

Þá er fyrsta degi af þremur lokið í Leirumótinu sem fer fram á Hólmsvelli í Leiru dagana 3. – 5. júní. 96 keppendur taka þátt í mótinu, 71 í karlaflokki og 25 í kvennaflokki. Flestir af bestu kylfingum landsins eru mættir í mótið og voru nokkur skor undir pari í dag. Veðrið var þokkalegt en dagurinn byrjaði með smá bleytu en stytti svo upp stuttu eftir hádegi. Góð veðurspá er fyrir annan dag mótsins og verður gaman að sjá hvernig bestu kylfingar landsins tækla Leiruna.

Staða efstu kylfinga í karlaflokki:

1. Hlynur Bergsson (GK): 69 högg, -3

2. Daníel Ísak Steinarsson (GK): 70 högg, -2

2. Kristófer Orri Þórðarson (GKG): 70 högg, -2

2. Lárus Ingi Antonsson (GA): 70 högg, -2

2. Aron Emil Gunnarsson (GOS): 70 högg, -2

Staða efstu kylfinga í kvennaflokki:

1. Sara Kristinsdóttir (GM): 74 högg, +2

2. Fjóla Margrét Viðarsdóttir (GS): 76 högg, +4

2. Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA): 76 högg, +4

2. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir (GR): 76 högg, +4

2. Eva Kristinsdóttir (GM): 76 högg, +4

Þáttökurétt hafa bæði áhugamenn og atvinnumenn. Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5,5 og í kvennaflokki 8,5 og skulu keppendur vera meðlimir í viðurkenndum golfklúbbi.

Alls eru 26 konur og 71 karl sem taka þátt – samtals 97 leikmenn.

Keppendur koma frá 12 mismunandi klúbbum – og átta þeirra eru með keppendur í karla – og kvennaflokki. Flestir keppendur eru úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar eða 27 alls.

KarlarKonurSamtals
Golfklúbbur Mosfellsbæjar161127
Golfklúbbur Reykjavíkur13720
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar12315
Golfklúbburinn Keilir819
Golfklúbbur Suðurnesja516
Nesklúbburinn505
Golfklúbbur Selfoss314
Golfklúbburinn Oddur314
Golfklúbbur Akureyrar213
Golfklúbbur Vestmannaeyja202
Golfklúbburinn Leynir101
Golfklúbburinn Setberg101
712697

Leikfyrirkomulag

Höggleikur í flokki karla og kvenna, 54 holur, 18 holur á föstudegi, 18 holur á laugardegi, 18 holur á sunnudegi. Niðurskurður verður eftir annan hring en þá komast áfram 70% keppenda úr hvorum flokki. Ef keppendur eru jafnir í neðstu sætum ofan niðurskurðarlínu skulu þeir báðir/allir halda áfram. Keppt skal samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót karla og kvenna og móta – og keppendareglum GSÍ.

Verðlaun

​Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla og kvenna.

Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti þá verður leikinn bráðabani en að öðru leyti gilda móta- og keppendareglur GSÍ. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast stig og verðlaun jafnt milli þeirra.

Ræst er út af fyrsta teig, skor er fært inn rafrænt af leikmönnum og skulu kylfingar koma inn í skorherbergi á neðri hæð klúbbhússins að loknum hring og staðfesta skor.

Dómari: Halldór Einir Smárason, s: 893-3227

Mótsstjóri: Andrea Ásgrímsdóttir

Mótsstjórn: Andrea Ásgrímsdóttir, John S. Berry, Jón Guðnason, Ólöf Kristín Sveinsdóttir, Örn Ævar Hjartarson, Sigurpáll Sveinsson, Halldór Einir Smárason.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ