Auglýsing

Viðbragðshópur GSÍ leggur til að golfklúbbar landsins fari eftir gömlu góðu Covid-19 sóttvarnarreglunum við almennan leik á völlum landsins þrátt fyrir að núgildandi sóttvarnarreglur bjóði að einhverju leyti upp á tilslakanir.

Helstu áherslur verði því áfram að óheimilt verði að snerta flaggstangir, svamphólkar hafðir áfram í holum og hrífur ekki settar í sandglompur.

Reglugerðin tók gildi 25. maí og gildir til og með 16. júní. Með henni eru lagðar til að hluta tilslakanir á íþróttastarfi. Sjá frekari upplýsingar hér.

Til upplýsinga:

Reglur GSÍ varðandi framkvæmd æfinga og keppni má finna hér

Staðarreglur á tímum Covid-19 má finna hér

Skilti með reglum má finna hér

Upplýsingar um smitrakningu hjá íþróttafélögum má finna hér

Um viðbragðshóp GSÍ:

Viðbragshópur GSÍ er skipaður fulltrúum golfklúbba innan golfhreyfingarinnar og hefur hópurinn það hlutverk að að safna saman upplýsingum í hvert sinn sem nýjar sóttvarnarreglur berast frá heilbrigðisyfirvöldum og ÍSÍ vegna Covid-19. Viðbragðshópurinn leitast við að túlka sóttvarnarreglur hverju sinni og leggur sitt mat á það með hvaða hætti reglurnar snerta iðkun golfíþróttarinnar á tímum sóttvarna. Í kjölfarið gefur hópurinn frá sér leiðbeiningar varðandi golfiðkun.

Viðbragðshópur GSÍ gefur einungis frá sér leiðbeiningar og hefur hópurinn ekkert umboð til þess að setja öðrum reglur, hvorki golfklúbbum né kylfingum. Það er undir hverjum golfklúbbi, rekstraraðilum æfingasvæða og kylfingunum sjálfum komið að framfylgja þeim reglum sem settar eru af sóttvarnaryfirvöldum og opinberum aðilum.

Hópurinn er þannig skipaður: Ágúst Jensson, Brynjar Eldon Geirsson, Elsa Valgeirsdóttir, Haukur Örn Birgisson, Hulda Bjarnadóttir, Jón Steindór Árnason, Knútur G. Hauksson, Ólafur Þór Ágústsson, Ómar Örn Friðriksson, Sigurður Elvar Þórólfsson, Sigurður K. Egilsson, Sigurpáll Sveinsson, Þorsteinn G. Gunnarsson, Þorvaldur Þorsteinsson. Næstu tilkynningu frá viðbragðshópi má vænta fljótlega eftir 16. júní þegar að ný reglugerð verður komin í gildi.

Með kveðju viðbragðshópur GSÍ.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ